Ljósberinn - 01.01.1942, Síða 7
LJOSBERINN
5
ið hún, sem öllu hefir bjargað, þegar sa--
síminn hefir slitnað.
Menn sáu það fljótlega, eftir að farið
var að nota loftskeyti á stóru skipunum,
hvílíkt feykna gagn gat að þeim orðið.
Þegar þessi stóru skip urðu fyrir óhöpp-
um, kom það fyrir, hvað eftir annað, að
með loftskeytum var hægt að kalla á hjálp
og fá hana svo fljótt, að skipunum varð
bjargað með öllu sem á þeim var, lifancli
og dautt. Og þegar stórslys urðu, svo að
skip sukku á skammri stundu, gátu loft-
skeytamennirnir náð til annara skipa og
gefið þeim nákvæmar leiðbeiningar um,
hvar bátanna væri að leita með fólkinu,
sem í þá hafði bjargast. Þetta varð til þess,
að upp frá þessu urðu hrakningar skip-
brotsmanna miklum mun skemmri en áð-
ur var, og bjargað varð nú þúsundum
mannslífa, sem myndu h'afa farist ef ekki
hefðu verið loftskeytatækin og kjarkmikl ■
ir loftskeytamenn. En þess ber að geta,
að oft var mikil raun loftskeytamann-
anna. Sjómennirnir iétu sér fátt um fhn-
ast fyrst þegar þessar »brúður«, sem þciv
nefndu svo, birtust á skipsfjöl. Þeir voru
jafnvel hæddir, þessir ungu menn, — »sem
ekkert höfðu annað að gera á skipinu, en
að flatmaga í fínum og hlýjum klefa og
lesa reifara«. En það kom annað iiljóð í
strokkinn, þegar fór að spyrjast um af-
rek loftskeytamannanna. Á hættustund
voru það oft þeir, sem björguðu skipum
og mannslífum. Nú voru það t v c i r
menn, sem síðastir yfirgáfu sökkvandi
skip. Áður hafði það verið e i n n maður,
— skipstjórinn. Nú var það skipstjórinn
o g loftskeytamaðurinn, eða öllu heldur
loftskeytamaðurinn og skipstjórinn. Því
að það kom ekki ósjaldan fyrir, að skip-
stjórinn varð að bíða eftir loftskeytamann-
inum, — skipið komið að því að sökkva
en loftskeytamaðurinn að reyna að ná í
samband við önnur skip fram á síðasta
augnablik. Og það kom líka fyrir, að loft-
skeytamenn sýndu þá hetjudáð, að fórna
lífi sínu til þess að bjarga öðruin manns-
lífum. Þeim gekk ef til vill illa að ná sam-
bandi og gera skiljanlegt hvar skipið væri
o. s. frv. Þeir sátu þá við tækin og
hömuðust á þeim meðan þau voru nothæf,
en þegar þeirra starfi var lokið, eða áhöld-
in orðin ónothæf var ef til vill um sein-
an að fara að standa upp og reyna að
bjarga sér. Þeir sátu þá kyrrir, þessir hug-
prúðu menn, og sukku »í myrkvan mar«,
— en minning þeirra lifir.
Þær eru óteljandi, sögurnar um drengi-
lega og hugprúða framkomu loftskeyta-
manna á neyðarstundum. Og eflaust
kunna íslenzkir sjómenn margar slíkar
sögur um sína loftskeytamenn, því að loft-
skeyti voru komin í flest íslenzku skipin,
þegar styrjöldin hófst, og íslenzkir loft-
skeytamenn hafa! reynzt hetjur, cigi síður
en aðrir sjómenn vorir. En nú er lítið