Ljósberinn - 01.01.1942, Síða 14
12
LJÖSBERINN
við. Og þá leizt mér satt að segja ekki á
blikuna. Ég var ábyggilega kominn miklu
hærra, en pabbi hafði ætlast til, — hvað
þá mamma, og það lá við, að mér hrysi
hugur við því að renna mér niður. En ég
var á s k í ð u m, og það var allur mun-
ur. Og ég var ákaflega mikið upp með
mér, af skíðunum og útbúnaðinum öllum.
»Pú ert þó ekki að hug'sa um, að fara
að renna þér héðan?« sagði einnvei hæðn-
islega. Og nú fór um mig hrollur. Þeir
ætluðu þó ekki að fara mar.a mig til að
fara hærra, strákarnir? Hverníg myndi
mér ganga að standast það?
Til allrar hamingju var því afstýrt, því
að einn pilturinn tók alveg af skarið og
sagði:
»Þú skalt ekki vera að fara lengra,
Tiddi minn! Ég kalla þig góðan, ef þú
stendur þetta. Og þú skalt ekki anza því,
þó að strákarnir séu að mana þig til að
fara hærra«.
Þetta þótti mér vænt um. Ég var nú
samt svo mikið flón, að mér fannst, að
það vera allt undir því komið, að nú var
ég á skíðum en eltki ólukkans tunnu-
stöfunum, •— mér væri eiginlega allt stætt.
Og ég fór nú að búa mig undir, að renna
mér niður brekkuna. Þeir hjálpuðu mér
strákarnir og voru óvenju vikaliðugir. Eg
hélt að það væri af því, að nú væri ég
orðin svo mikil persóna, af því að ég átti
skíði. En það var víst allt annað, sem fyr-
ir þeim vakti. Þeir voru nefnilega að
hlakka til að sjá mig detta.
Og þá ánægju fengu þeir.
Skíðafærið var ágætt, — nýfallinn þétt-
ur og háll snjór, ofan á harðfenni. En
það var víða grunnt niður á harða snjó-
inn. Það var haldið við skíðin, og mér
var hjálpað á þau. Allt í lagi! Og svo rann
ég af stað. Undur hægt fyrst. En svo fór
hraðinn að smáaukast. Mér fór að vökna
um augu, — og svo fór ég að riða, og
svo — ja, svo missti ég víst bæði ráð og
rænu og jafnvægið. Það kom á mig ein-
hver hnykkur og ég tókst á loft og kom
niður á andlitið, eða öllu heldur á nefið,
því að þar fann ég fyrst til. Og þarna lá
ég, skælandi og spriklandi, — en skíðin
héldu áfram, niður brekkuna. Þegar ég
var að reyna að standa upp, sá ég að þaö
var blóð í snjónum. Og þá herti ég skæl-
urnar um allan helming. Ég hafði ein-
mitt dottið, þar sem grynnstur var nýi
snjórinn, og hruflað mig á nefinu og enn-
inu á hjarninu, sem undir var.
Ég hafði farið glaður og borubrattur að
heiman. En það var eitthvað annað að
sjá mig þegar ég kom nú í augsýn for-
eldra minna, sem komu út í dyrnar, aö
taka á móti mér: Hann var ekkert hreyk-
inn, drengurinn, sem þarna kom: niður-
lútur, háskælandi og blóðugur í framan.
Pabbi hljóp til móts við mig, bar mig
undir hendinni heim, — og skíðin í hinni
hendinni. Og þar beið útbreiddur faðmur
mömmu. Mikið var þá gott, eins og allt
af, þegar eitthvað var að, að eiga þar skjól.
Meiðslin voru ekki mikil, — stór skráma
á nefinu og tvær eða þrjár minni á enn-
inu. En það hafði blætt talsvert, af því
að frost var mikið.
En þessi fyrsta skíðaferð mín kenndi
mér tvær eða þrjár lexíur, sem mér var
víst bent á, þá samstundis. T. d. hvað
gamla máltækið þýðir, þetta: »Aldrei er
flas til fagnaðar«. Nú, og svo hafði ég
ekki hlýðnast því, sem mér hafði verið
»uppálagt«, — ég hafði ætlað mér miklu
meira en ég var »maður« til. Og svo loks
þetta: Það er aldrei holt að vera um of
hreykinn. Það hefnir sín allt af. Og þao
hafði hefnt sín alveg hroðalega á mér. Það
skildi ég.
Þess vegna var nú þessi fyrsta skíðaför
mín mér að nokkru gagni þó að hún væri
ekki glæsileg.
En síðar átti ég margar ánægjustundir
á skíðum, með góðum leikbræðrum.
Framh.