Ljósberinn - 01.01.1942, Side 17
LJÖSBERINN
15
annars Ijómandi fallegan rauðan brúðu-
kjól, sem Karen virtist hafa mesta dá-
læti á.
Loksins kom brúðan sjálf einnig í Ijós,
en hún var þannig útlítandi, að auðséð var,
að geymslan var ekki upp á það ákjósan-
legasta, og Karen litla varð alveg frá sér
við að sjá elsku brúðuna sína bæði rykuga
og alla kruklaða. Nú átti Lísa litla eng-
an kjól.
Elsa reis nú upp aftur og burstaði af
sér rykið; hún hugsaði sig um dálitla stund.
»Heyrðu, Karen, áttu ekkj einhverjar
fallegar dulur, svo gætum við saumað brúð-
unni nýjan kjól«.
Karen komst alveg á loft. »Jú, uppi á
skápnum er kassi fullur af dulum. Mamma
er vön að sauma úr honum. Þú getur bara
klifrað upp á stól og, tekið kassann ofan«.
Elsa náði sér í stól, steig upp á hann
og náði ofan kassanum. I honum var meira
að segja dálítil karfa með saumnálum,
skærum og fingurbjörg og mislitu silki.
Til allrar hamingju fundu þær loks stóra
rauða pjötlu af sama tagi og í kjólnum,
sem hafði eyðilagst.
»Það er afgangur af afmæliskjólnum
mínum í fyrra«, sagði Karen litla.
Elsa settist þegar úti við gluggann, og
Karen kom með brúðuna sína. Elsa tók
kunnáttulega mál af henni, sneið efnið og
þræddi saman og mátaði, og Karen litla
horfði á hana., bjarteygð og áhugasöm.
Elsa hamaðist við saumamennskuna í
fulla klukkustund, en þá var líka kjóllinn
búinn. Saumsporin hefðu auðvitað getað
verið eilítið smærri, og saumarnir ofur-
lítið beinni, en Elsa var ekki að fást um
þess háttár smámuni, og svo var að sjá,
sem kjóllinn væri mátulegur.
Hún hélt brúðunni á millí hnjánna,
steypti kjólnum yf;ir höfuðið á henni og
festi hann og lagfærði með títuprjónum.
Hún var svo önnum kafin við þessi störf
sin, að hún gleymdi öllu umhverfis sig.
Eiginlega var hún ekki sérlega gefin fyr-
ir að leika með brúður, en hún hafði gam-
kn af að sauma brúðukjóla.
Hún var svo niðursokkin í vinnu sína,
að hún tók ekkert eftir., að hurðin var opn-
uð gætilega og lokað jafn hægt eftir of-
ur litla stund.
En rétt á eftir hitti pabbi hennar frú
Ström úti í garðinum.
»Heyrið þér mig, frú Ström. Þér nefnd-
uð hérna um daginn, að Stígur væri ágæt-
is strákur og svo gúður við Karenu litlu,
og þér voruð alveg hreykin af guðsyni yð-
ar. Hafið þér ekki gaman af að sjá, hvaö
drengurinn aðhefst rétt núna?«
»Það er vonandi ekkert að?« spurði frú
Ström kvíðin.
»Nei«, sagði læknirinn hlæjandi, »það
eru svo sem engin strákapör, sem hann
hefir fyrir stafni — komið þér nú með mér,
en við skulum ganga hægt«.
Þau læddust nú gegnum borðstofuna, og
læknirinn opnaði hurðina á ný mjög var-
lega.
»Lítið þér nú á«, hvíslaði hann.
Elsa sat ennþá með brúðuna á milli
hnjánna, hún var nú búin að færa hana
í kjólinn — en nú stóð á hattinum — Elsa
var að bera silki-slaufu við hann öðru meg-
in til að sjá, hvernig það færi Lísu-brúðu.
»Nei, nú liefi ég aldrei séð annan eins
dreng!« sagði frú Ström steinhissa.
»Það er heldur enginn drengur«, sagði
læknirinn, það er telpa! Sjáið þér nú til
... Elsa«, kallaði hann allt í einu.
»Já, pabbi«, var svarað glaðlega að inn-
an, »bíddu augnablik«. Hún festi silkislauf-
una með títuprjóni og stóð svo upp með
brúðuna í hendinni.
En! er hún leit framan í föður sinn, sem
var alvarlegur á svip, en gat þó varla var-
ist hlátri, varð hún allt í einu blóðrjóð í
frajnan, og var að sjá, eins og hana lang-
aði mest til að fela sig einhvers staðar.
En er öll sund voru lokuð, stóð húr. graf-
kyrr og rugluð og var eins og fábjáni á
svipinn.
Frú Ström horfði spurnaraugum á þau
bæði, og læknirinn rak nú upp skellihlátur.
»Við þessu hafðirðu víst ekki búist, Elsa!
Jæja, nú er víst bezt, að þú segir frú Ström