Ljósberinn - 01.01.1942, Síða 19
LJOSBERINN
17
Frá yngstu lesendunum.
FYRSTI SNJÓKARLINN.
Það var hérna á laugardaginn, þegar ég
var nýkominn úr skólanum, og snjórinn
var sem mestur, að Gísli bróðir minn kom
til mín og bað mig um að byggja með sér
snjófiús. Ég var auðvitað strax til í það.
Fórum við nú út og sóttum skófiur og
fórum að hlaða vegg. Gekk það nú greið-
lega í fyrstu. En þegar veggurinn fór að
hækka, fór að hrynja úr honum, og hvern-
ig sem við fórum að, gat aldrei tollað í
skörðunum. Fór, svo að lokum að víð hætt-
um við hið fyrirhugaða snjóhús. Þess í stað
byrjuðum við að »velta«, og ætluðum við
að búa til snjókarl, ef það skyldi takast.
Þegar kúlan var orðin hæfilega stór, hætt-
um við að »velta« henni og' settum hana
þar sem snjókarlinn átti að standa. Síðan
byrjuðum við á annari og settum hana
upp á hina fyrri, og að endingu bjuggum
við til hausinn. Þá var aðeins eftir að
mynda andlitið. Ég fór inn, og sótti stóra
gulrót, og setti hana fyrir nef. Síðan fékk
ég kolamola fyrir augu og munn, og stakk
síðan upp í hann langri pípu. Þá mundi
ég eftir því, að pabbi átti gamlan halt-
Sótti ég hann og setti á hausinn á karli.
Þarna var þá kominn allra myndarlegasti
karl, með stórt og mikið »kónganef«, og
fínan hatt og svo langa pípu í munninum.
Um kvöldið háttuðum við og sofnuðum
eftir vel unnið dagsverk. É'g svaf vel og
dreymdi; mig marga drauma. —
Á sunnudagsmorguninn um 10 leytið
vaknaði ég. Ég klæddi mig í snatri og
fór út og — — — þegar ég kem út, verð-
ur fyrstur fyrir mér karlinn. Hann var
þá mjög farinn að hallast og, mikið bráðn-
aður. Það var nefnilega komin hláka, og
hafði rignt um nóttina. Pípan var dottin
niður og hatturinn var farinn af hnakk-
anurn, en hafði runnið fram á nef og hékk
þar. Annað augað var líka dottið úr og
þú hefir sagt það!« Elsa leit upp á föður
sinn, og henni vöknaði um augu.
Frú Ström lagði ástúðlega handlegginn
um hálsinn á henni: »Þér getið.verið viss
um það, læknir, að úr því Elsa brást eigi
bróður sínum, þá bregst hún heldur ekki
föður sínum«.
Elsa leit þakklátum augum á hana, og
er þær fóru út úr stofunni, stakk Elsa
hendinni inn undir handlegginn á frú
Ström, og síðan voru þær óaðskiljanlegar,
það sem eftir var tímans, þangað til Elsa
fór. »Það vildi ég, að þér væruð Emma
frænka!« sagði Elsa mörgum sinnum.
Það varð einnig samkomulag um það að
enginn annar á heimilinu skyldi fá neitt
að vita um þessa. »umskiftinga« til þess
að gera það eigi erfiðara, en orðið var.
Framh.