Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 6
26 LJÓSBERINN „Ég vil kenna þér og fræða þig um veg þann, er þú átt að ganga, ég vil kenna þér ráð, hafa augun á þér“. — Sálin. 32, 8. Fyrir rúmiim 40 árum var maður einn að boða kristna trú í Tegú-héraðinu í Suður-Indlandi, dr. John Claugh, enskur að ætt og uppruna. Hann hóf það starf með konu sinni nærfelt með tvær hend- ur tómar. En þess var skammt að bíða, að þau yrðu vör vakningar á þessum slóðum; voru þó aðrir kristniboðar búnir að prédika þar í 30 ár og sáu engan árangur af starfi sjnu. Nú skipti svo um, að nokkrir vitrir menn og voldugir af prestaflokkinum Brcihmínar, sem svo kallast, fóru að leggja hug á að kynnast fagnaðarerindinu, og var sá flokkur þá hæsta stéttin á Indlandi. Þeir hétu kristniboðanum, að þeir skyldu senda honum börn sín til kennslu og kváðust jafnvel vera fúsir til að taka þátt í kostnaðinum við skólahaldið^æti liann aðeins komið skólanum á fót. Þau lijónin fylltust fögnuði við heitorð þetta. Það var eins og nú rynni upp bjartur morgun- roði eftir dimma nótt. En einmitt um þessar sömu mundir bar annað að höndum, sem kom þeim alveg á óvart. Einn daginn kemur til þeirra dálítill hópur af fólki því, sem er utan allra stétta á Indlandi (Paríar). Þeir vildu fá að tala við dr. Claugh. Erindið var það, að biðja hann að búa sig- undir skírn. Þessir veslings menn, blásnauðir og fyrirlitnir, komu frá af- skekktu þorpi, þar sem kristniboðar liöfðu prédikað þeim fagnaðarerindið. Þeir höfðu þá tekið sig út úr, og haldið hópinn. Trúin á Frelsarann og lífið, sem henni fylgir, var farið að vakna hjá þeim. Nú var það innilegasta þrá þeirra, að þeir mættu fá að játa Krist opinberlega með því að taka skírn. En óðara en fregnin tun skírn þeirra barst út um borgina, þá snerist velvild Bralimínanna í hina mestu óvild. „Vitið þér ekki“, sögðu þeir við kristniboðann. „að oss er eigi leyfilegt að hafa nein mök við nokkurn þann, sem er utan stétta? Ef vér gefum oss að þeim, þá er það sama sem vér gengum úr vorri stétt og saurguðum svo sjálfa oss á því og alla samstéttarmenn vora. Ef þér hafið í hyggju að lesa með börnum vorum og þiggja fé af vorri hendi, þá bönnum vér yður öll mök við þetta fólk“. Nú komust þau hjónin í allmikinn vanda. Þeim fór nú líkt og Pétri, er hann var tregur til að fara til Kornelíusar, því að þó hjarta þeirra brynni af þrá eftir því, að allir mættu hólpnir verða, þá voru hin ytri kjör þeirra svo þröng, að mikil freisting var til þess fyrir þau að dæma eftir holdinu og kjósa heldur að starfa fyrir Brahmínana en að snúa sér skilyrðislaust til Guðs og spyrja liann, hvað þau ættu að gera. Þau sneru sér þá

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.