Ljósberinn - 01.02.1947, Síða 7

Ljósberinn - 01.02.1947, Síða 7
LJÓSBERINN 27 til Drottins, hrygg í hjarta, og báðu hann að sýna sér vilja hans í þessu efni. Dr. Claugh gekk inn í lierbergi sitt og tók Biblíuna sína; hún hafði ávallt verið einkahuggun lians og ráðgjafi. Hann lauk henni upp, en hafði engan ákveðinn ritn- ingarstað í Iiuga. Fyrir honum urðu þá fyrst þessi orð Páls postula (I. Kor. 1, 26—29): „Lítið, hræður, til köllunar yðar. Þér eruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir, held- ur hefur Guð útvalið það, sem heimur- inn telur heimsku, til þess að gera hin- um vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika, til þess að gera hinum volduga kinnroða. Og hið ógöfuga í heiminum og hið fyrir- litna, hefur Guð útvalið og það, sem ekk- ert er, til þess að gera það að engu, sem er, til þess að ekki skuli neitt hold lirósa sér fyrir Guði“. Kristniboðinn sat nú um stund og hug- leiddi þessi orð í kyrrlátri eftirvæntingu. En er minnst varði, sá hann livar konan hans stóð við hliðina á honum. Hún hafði gengið inn í næstu stofu í sömu erindum og maður hennar, til þess að leita leið- beiningar Guðs í einrúmi. Kristniboð- inn furðaði þá heldur en ekki á því, sem nú gerðist. Konan hans benti honum með fingri sínum á nákvæmlega sama ritning- arstaðinn og hann hafði liitt á sjálfur. Biblían hafði þá opnast fyrir henni á sama stað. Nú könnuðust þau bæði við bendingu Guðs með klökku hjarta. Þau voru nú ekki lengur í neinum vafa um, hvað Guð ætlaði þeim að gera. Þau fóru nú að kenna paríunum af miklum áhuga og boðuðu fagnaðarerindið: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son —Og þessi boð- skapur hreif lijörtu tilheyrendanna. En við Brahmínana var öllu samfélagi slitið; þau hjónin komu aldrei framar til þeirra og mættu livarvetna harðri mótstöðu af þeirra hendi. En það, sem leiddi af þess- ari lilýðni þeirra við boð Guðs, að þau völdu ekki eftir holdinu, var hið sama sem gerðist, þegar Pétur opnaði dyr guðs- ríkis fyrir heiðingjunum: Heilagur andi kom yfir þá alla, sem orðið heyrðu. Öfl- ug vakning varð meðal fyrirlitnu parí- anna skömmu síðar; er hún eitt hið feg- ursta dæmi úr sögu Guðs ríkis úm, að því er snerti kraft og andlega dýpt. Á sex fyrstu vakningarárunum voru skírðar 4000 manna. Seinna kom liarðæri mikið, vatnaflóð og drepsótt (kolera) og loks stórkostleg hungursneyð. Dr. Claugh liafði numið mannvirkjafræði í Ameríku; fékk hann nú leyfi stjórnarinnar til að gera stór- fellda framræsluskurði um landið; með því veitti hann þúsundum fátækra manna starf og fæði. En vakningarbylgjuna gat ekkert stöðvað. Og þó að kristniboðarnir skírðu fáa á þessum neyðartímmn til þess að vanbrúka ekki hina helgu skírn, þá voru á næsta ári eftir (1878) skírðir 8691, eftir vandlega prófun. .Frá þeim tíma hefur þessi hreyfing stöðugt breiðst út og ekki aðeins meðal paría, lieldur líka meðal stéttafólksins, og ekki svo fáir bralnnínar hafa tekið kristni og allt af berst lífið víðar og víðar til fjarlægari héraða.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.