Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.02.1947, Blaðsíða 9
LJÓSBERINN 29 AUGUSTA GRÖNN: Demetríus Poliocetes Demetríus Poliocetes, konungur í Makedoníu, hafði áður auðsýnt borgur- unum í Aþenu margar velgerðir, meðan liann var ríkisstjóri eða jarl. Einu sinni, er hann fór í hernað móti þremur konungum, sem gert höfðu bandalag með sér móti honum, þóttist hann hafa á bezta hátt séð fyrir öryggi konu sinnar og barna með því að fela þau Aþeningum, því að af þeim vænti hann alls góðs. Hann beið ósigur í bardaganum og sá sér eigi annan kost en að flýja, og vænti ásjár hjá hinum gömlu vinum sínum, Aþeningum. En þessir vanþakklátu menn færðust eigi aðeins undan að veita honum við- töku, heldur sendu lionum jafnvel kon- una og börnin til baka undir því yfir- varpi, að þeim myndi varla vera óhætt í Aþenu, því að fjandmennirnir gætu hæglega komið og haft þau á brott með sér. Þetta framferði þeirra tók Demetríus mjög nærri sér. — Skömmu síðar gafst konungi betra færi og lagði þá af stað með ofurefli liðs og settist um Aþenu- borg. Vissu Aþeningar þá, með sjálfum sér, að þeir ættu engrar vægðar að vænta af honum, og ásettu sér því að deyja með vopnin í höndum sér. Þeim kom því saman um að þeir sem tækju í mál að gefa borgina upp, skyldu og AHennliorgamoiin dæmdir til dauða; en þeir athuguðu ekki að borgin var nærri kornlaus og þeir mundu því innan skamms verða brauð- lausir. Og þegar þeir voru nú búnir að þola raunverulegt hungur lengi, lengi, þá sögðu þeir, sem hyggnastir voru meðal þeirra: „Það er þó betra að Demetríus drepi oss alla í einu, svo að vér verðum eigi langvinnu hungri að bráð. Hver veit, nema konungur miskunni sig yfir oss og konur vorar og börn“. Þeir opnuðu þá hlið borgarinnar. Demetríus bauð, að allar giftar konur skyldu koma saman á auðu svæði og lét síðan hermenn standa lijá þeim með brugðnum sverðum. Nú heyrðist ekkert í borgijini, nema óp og kveinstafir. Konurnar föðmuðu menn sína og börnin feður sína og mæltu til þeirra sinni síðustu kveðju. Þegar mennirnir voru allir saman komnir á tilteknum stað í borginni, steig Demetríus konungur upp á háan pall og lýsti fyrir þeim með liinum hjartnæm- ustu orðum hinu mikla vanþakklæti þeirra. Sjálfur var konungur svo klökk- ur, að honum féllu tár af augum. Aþeningar urðu varir hinnar djúpu þagnar og biðu þess á hverri stundu, að hermönnum yrði skipað að bx-ytja þá niður alla sem einn.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.