Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 6
30 LJDSBERINN skyldi gera boð fyrir yður svona skyndilega. Ég er nú einu sinni þannig gerður, að ég verð að framkvæma undir eins það, sem mér dettur í hug. Hum,---------vitið þér, að eftir mínu viti hefur sonur yðar sérstaklega mikla hæfileika sem teiknari. — Haldið þér það, Hann hefur alltaf haft gaman af að teikna, frá því að hann gat haldið á blýanti. — Það styrkir einmitt skoðun mína. Ég skal segja yður frú, að ég býst við því, að sonur yðar hafi talsvert meiri hæfileika á þessu sviði en almennt gerist, og ég þykist nú hafa dálítið vit á því. Dreng- urinn er bezti strákur, hann er heiðarlegur og duglegur. Deildarstjórinn hefur alltaf borið honum hið bezta orð. Ég hafði ekkert á móti því að skjóta honum dálítið skelk í bringu, þegar ég kom að honum við skrifborðið. Mað- ur verðlaunar nú ekki slík uppátæki, en ég vildi gjarn- an reyna hann og sjá til, hve lengi hann væri að ná í yður. Nú vonast ég til, að yður lítist vel á tillögu mína. Ég skal taka að mér að kosta teikninám hans í eitt ár til reynslu, og ég skal auk þess sjá fyrir honum á með- an að öllu leyti. Síðan getum við athugað málið nánar, þegar við sjáum árangurinn. Jens Ólafur ætlaði alveg af göflunum að ganga, þegar hann heyrði tillögu forstjórans. Það þarf heldur ekki að taka fram, að hann uppfyllti allar glæstu vonir hans. Nú er Jens Ólafur orðinn full- tíða maður. Hann á þrjá efnilega syni, og þeir halda líka allii mikið upp á gamla forstjórann, sem kostaði föður þeirra til mennta. En hvað haldið þið, að gamli forstjórinn segi nú um Jens Ólaf? — Hann er bezta fyrirtækið, sem ég hefi nokkurn tíma verið hluthafi í. Fyrir ofan skrifborð gamla mannsins hangir alltaf ein af myndum þeim, sem Jens Ólafur teiknaði, þegar hann var drengur. ★ ★ ★ Dóri (kemur grátandi heim úr skólanum): — Mamma! Er það ekki rangt af kennaranum að refsa mér fyrir það, sem ég hefi ekki gert? Mamma: — Jú, Dóri minn, það verð ég nú að segja. En hvað var það? Dóri: — Ég lærði ekki það, sem ég átti að læra.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.