Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 11
UÓSBERINN 35 Englavörður Eitt sinn var bóndi nokkur að aka heim heyi á stórum vagni. Hann sat sjálfur ofan á heyinu á vagninum. Þegar hann kom heim á túnið, nam hesturinn allt í einu staðar. Bóndinn gat ekki með nokkru móti komið honum af stað aftur. Hann reyndi með illu og góðu, en allt kom fyrir ekki. Hesturinn hreyfði sig ekki úr sporunum. Bóndinn sá Þá ekki annað ráð, en að fara niður af vagn- inum og reyna að teyma hestinn heim. Þegar hann kom niður af vagninum sá hann hvers kyns var. Á milli fótanna á hestinum lá litli, eins árs gamli drengurinn hans, sem hafði verið að leika sér á túninu. Bóndinn tók barnið í fang sér og þakkaði Guði af hjarta hans hollu vernd. Hann fór með barnið inn til konu sinnar, fékk henni það og sagði: — Hér er barnið, sem Guð hefur gefið °kkur í annað sinn. Gefðu gaum að viðvöruninni Eitt sinn hélt ungur maður í Grikklandi til forna mikla veizlu. f veizlunni var glaumur °g mikil gleði. Er veizlan stóð sem hæst, bar sendiboða að garði. Hann afhenti unga gest- SJafanum bréf. Bréfið var frá vini hans, sem Þjó langt frá og hafði inni að halda aðvörun fh unga mannsins um, að óvinir hans ætluðu að sækja að honum og taka hann af lífi. Sendi- Þoðinn afhenti unga manninum bréfið með t>essum orðum: — Húsbóndi minn sendi yður kveðju sína og Þiður yður um að lesa þetta bréf þegar í stað, Þar sem það hafi að geyma mjög áríðandi og alvarlegan boðskap. — Alvarlegir hlutir verða að bíða til morg- Uns, svaraði ungi gestgjafinn reifur og kastaði Þréfinu ólesnu á borðið. Því næst þreif hann Þikar sinn og drakk með gestum sínum. Veizl- Unni var haldið áfram í glaum og gleði. En þetta kæruleysi kostaði unga manninn lífið. Er veizlan stóð sem hæst, sóttu óvinir hans að, ruddust inn í salinn og tóku hann af lífi. Ef hann hefði lesið bréfið, hefði hann get- að verið viðbúinn og sennilega varið líf sitt. Undarleg björgun Enskur kristniboði á Indlandi sat eitt sinn í húsi sínu. Það var mjög heitt, og dyrnar stóðu opnar. Allt í einu stakk tígrisdýr kollinum inn um dyragættina. Kristniboðinn varð skelf- ingu lostinn. Hann bjóst við því, að dýrið mundi þá og þegar ráðast á hann. Þá gerðist allt í einu undarlegt atvik. Á veggnum andspænis dyrunum hékk stór spegill. Tígrisdýrið sá því sjálft sig í spegl- inum og hélt, að andspænis sér stæði keppi- nautur. í stað þess að ráðast á kristniboð- ann, stökk það beint á dýrið í speglinum. Spegillinn mölbrotnaði, eins og gefur að skilja, en við hávaðann og gauraganginn kom svo mikið fát á dýrið, að það forðaði sér í burtu. Kristniboðanum var borgið. Með hrærð- um huga þakkaði hann Guði fyrir þessa und- arlegu björgun. Bók bókanna Það er sagt, þegar enski rithöfundurinn Walter Scott lá á banabeði, að hann hafi allt i einu lokið upp augunum og stunið: — Bókina, bókina. Þeir, sem viðstaddir voru, vissu ekki, hvað hann átti við. Þeir leituðu í hinu glæsta bóka- safni skáldsins og tóku fram hverja bókina eftir aðra af snilldarverkum bókmenntanna. — Nei, nei, sagði deyjandi skáldið. Bókina. Loksins tóku menn Biblíuna og réttu hon- um. — Já, já, sagði hann brosandi. Þetta er bókin. Allar aðrar bækur voru honum nú einskis virði. Biblían flutti honum orð lífsins.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.