Ljósberinn - 01.04.1953, Page 4

Ljósberinn - 01.04.1953, Page 4
LJDSBERINN 2» ■— ——* ”■ —•- ■ "■^■■■" ■■ ‘2A L EITT LITIÐ STRIK SAGA EFTIR LILI HÚBSCHMANN ( ■ ■ -■ ■ 1 ■ ■ ■ * ■ 7& - -■ - ": - M ■ ---■ "• Jens Ólafur var næst elztur níu systkinna. Faðir hans hafði dágóða atvinnu á pósthús- inu, en munnarnir voru margir, svo að af- koman var ekki of góð. Þegar Jens Ólafur var tólf til þrettán ára, fékk hann atvinnu sem sendisveinn í stórri ritfangaverzlun. Þar var nóg að gera fyrir liðugan og greindan dreng, og Jens Ólafur var hvort tveggja. Hann kynntist sjálfum forstjóranum heldur lítið. Hann virtist vera fremur fáskiftinn maður. Hann var strangur og krafðist reglu- semi og nákvæmni af öllum undirmönnum sínum. En líkaði honum á annað borð vel við einhvern, var hann greiðviknin sjálf og hjálplegur á allan hátt. Dag nokkurn sá forstjórinn Jens Ólaf taka til í vörugeymslunni og hrósaði honum fyrir snyrtimennsku, og var drengurinn ekki lítið hreykinn af. En daglega hafði forstjórinn eins og áður var sagt lítil afskipti af Jens Ólafi. Yfirmaður hans var gamli deildar- stjórinn sem var hægri hönd forstjórans. Jens Ólafi féll vel við hann. Hann var léttlyndur og gott að gera honum til hæfis. Dag nokkurn voru þeir Jens Ólafur og deildarstjórinn að taka til á hillu í verzlun- inni, og fann þá drengurinn stóran pappírs- pakka, sem blek hafði komizt á. — Þetta var slæmt, sagði Jens Óiafur, þetta er ágætis teiknipappír. Hann hugsaði sem svo, að þetta mundi geta enzt honum lengi sem teiknipappír, ef hann væri svo hamingjusamur að eiga þennari pakka. — Ætli maður geti ekki fengið þetia með einhverjum afslætti? spurði hann svo hálf hikandi. Hann átti nú ekki mikla peninga til slíkra hluta, en þetta var svo freistandi. — Kanntu að teikna? — Það er nú lítið, en mér þykir gaman að því. — Jæja, þá er bezt, að þú eigir pakkann. Við getum ekki selt hann hvort sem er. En þá verður þú líka að sýna mér eitthvað af því, sem þú teiknar. Jens Ólafur gat varla við sig ráðið fyrir fögnuði. Nú gat hann teiknað í öllum sínum frístundum. Dag nokkurn tók hann með sér eina aí fallegustu myndunum sínum og ætlaði að sýna gamla deildarstjóranum hana, eins og hann hafði lofað. En þá vildi auðvitað svc til, að deildarstjórinn kom ekki þann dag. Hann var orðinn heilsuveill og kom oft fyrir, að hann var veikur nokkra daga í senn. Jens Ólafur lagði myndina sína á skrifborð deildarstjórans og ætlaði síðan að leggja pappírsörk ofan á hana. En þá tók hann allt i einu eftir því, að eitt strikið í myndinni va!' ekki nákvæmlega rétt. Þetta voru smámunh og mjög auðvelt að laga það. Hann hafði nógan tíma til þess, áður en hann átti að byrja að vinna. Hann var að ljúka við það og leggja pappírinn yfir myndina, þegar hann heyrði fótatak fyrir aftan sig. Hann snéri sér við og stóð þá andspænis sjálfum forstjóranum, sem var ekki blíður á svipinn. — Hvað ert þú að gera hér við skrifborð deildarstjórans? — Ég — ég ætlaði bara--------, Jens Ólafui kom varla upp nokkru orði fyrir hræðslu. Forstjórinn lyfti upp blaðinu, sem var yfir myndina og leit undrandi á teikninguna. — Hvað er þetta — hver hefur teiknað þetta — á deildarstjórinn þessa mynd? — Af hverju ætlaðir þú að krassa á hana? Jens Ólafur óskaði þess helzt, að gólfið myndi gleypa hann. — Ég — ég hef teiknað------- — Þú teiknað þetta? Nei segðu það öðrum en mér. Ætlarðu nú að skrökva í þokkabót? — Já, ég hef teiknað þetta, stundi Jens Ólafur upp. Hann gat varla komið upp nokkru orði, en sannleikann varð hann að segja. — Nú, já — ótrúlegt er það, en satt kann það að vera. En má ég þá spyrja: Hver

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.