Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 8
32 LJDSBERINN TROLLI NEUTZSKY WULFF: FANGAR í FRÚMSKOGINUM FR AMHALDSSAGA — Drengurinn verður að fara burt! — Bato þekkir fljótið dulda, og hann hefir lofað að leiðbeina okkur þangað, sagði Wenk við hina og stóð á fætur. Hann var orðinn eitthvað óðagotslegur í framkomu, og hann vissi nærri því ekki, hvað gott hann átti að gera Bato. Hann var troð- inn út af mat og fékk margar gjafir. Bato sjálfur sat þarna eins og lítill hjáguð og tók við gleðifórnunum frá hinum. Enginn dráttur hreyfðist í andliti hans, og það var ekki hægt að sjá, hvort hann gladdist yfir hinum ýmsu hlutum, sem hann fékk. Næsta dag var hann þegar orðinn svo góður, að hann gat hreyft sig eins og hann vildi. Og upp frá þessu fundu allir, að nú var ekki leng- ur neitt ráðaleysislegt yfir leiðangrinum eins og fyrr. Bato leiddi þá örugglega og stöðugt áfram. Hann miðaði við sól, tungl og stjörnur, og hann virtist þekkja frumskóginn tii hlýtar. Wenk og drengirnir voru óþolinmóðir og lögðu að honum til þess að fá hann til þess að segja sér, hve langan tíma þetta mundi taka, en Bato yppti öxlum og fór mjög óljós- um orðum um það. Hann var ákaflega fámáll og hélt sig út af fyrir sig, en hann þreytt- ist aldrei og gekk alltaf í broddi fylkingar. Hann var mjög naskur á að finna góða tjald- staði og ferskt, rennandi vatn, og hann gerði allt til þess að létta þeim ferðina. Hann var einnig mjög ráðagóður, en takmarkið virtist ekki nálgast. Wenk var oft alveg í uppnámi af taugaóstyrk. Hinar löngu dagleiðir voru þreytandi, og bæði hann og hinir leiðangursmennirnir þjáð- ust af hitanum, sem var rakur eins og í gróð- urhúsi. Bato virtist ekki verða fyrir minnstu óþægindum hvorki af honum né skorkvik- indunum, sem ætluðu alveg að kvelja úr þeim líftóruna. Flemming kvartaði hástöfum yfir öllu strit- inu, en Wenk tók ekki minnsta tillit til hans framar. Nú gat hann ekki hugsað sér að fleygja frá sér einni mínútu til einskis. Kvöld nokkurt við varðeldinn lagði Wenk aftur fast að Bato að segja þeim eins og væri. Orðaforði gamla mannsins var mjög af skorn- um skammti, en þeir voru þó komnir upp á lag með að skilja hvor annan þrátt fyrir það. Bato sat þarna eins og þetta allt kæmi hon- um ekki agnar ögn við. Andlit hans var allt í hrukkum bæði þversum og langsum, en það gaf ekkert til kynna af því, sem inni fyr- ir bjó. — Mér geðjast ekki að honum, sagði Hólrn allt í einu, að nokkru leyti við sjálfan sig og nokkru leyti við Wenk. — Bara, að hann sé nú ekki að gabba okkur! — Hvaða ástæðu ætti hann að hafa til þess? sagði Wenk undrandi. — Við tókum hann að okkur, þegar hann lá hjálparvana í skógin- um, og nú fær hann góð laun fyrir að vera leiðsögumaður okkar. — Hann heitir því í sífellu, að við séum alveg að komast á áfangastaðinn, en það lít- ur ekki út fyrir, að við séum nær takmark- hafa safnazt saman, er sunginn sálmur, og talar þá forstöðumaðurinn við allan hópinn. Á eftir ræðunni er sungið og síðan endað með bæn og útgönguversi. Á liðnum árum hefur fjöldi barnanna, er sótt hafa skólann, verið misjafn. Á fyrstu samkomunni voru eins og áður er sagt 16 börn, en flest munu þau hafa orðið rúmlega 800. f á'r eru á 5. hundruð börn innrituð í skólann. Hlutverk Sunnudagaskólans er að segja börnunum til vegar og benda þeim á þann leiðtoga, sem örugglega má treysta í lífi og dauða — Jesúm Krist. Ég veit um marga, sem á liðnum árum fengu það veganesti í Sunnudagaskóla K.F. U.M., er varð þeim blessunaruppspretta upp frá því á æfileið þeirra. Ljósberinn flytur Sunnudagaskóla K.F.U.M. beztu árnaðaróskir, að hann verði á ókomn- um árum óteljandi börnum til blessunar. í. Á.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.