Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.04.1953, Blaðsíða 5
LJ DSBERINN 29 hefur gefið þér leyfi til að teikna hérna í vinnutímanum? Það áttu að gera í frítímum þínum. — Ég hef heldur aldrei teiknað í vinnu- tímanum, svaraði Jens Ólafur og horfði beint í augu forstjórans. Ég ætlaði að sýna deildarstjóranum myndina. Ég hafði lofað honum því, þegar hann gaf mér teikni- pappírinn,sem hafði skemmzt af bleki. Svo tók ég eftir einu litlu striki, sem þurfti að laga — það er það eina, sem ég hef teiknað hér í búðinni. — Svo-o, sagði forstjórinn og horfði hvasst á drenginn. Hann horfði lengi á hann, og drengnum fannst þetta augnaráð rista sig að beini. Drengurinn fékk tár í augun, en hann leit ekki undan. Hann hafði góða samvizku, og þá þurfti hann ekki að blygðast sín. — Jæja, lofaðu mér að sjá myndina. For- stjórinn horfði rannsakandi augum á hana. — Hvar hefur þú lært? — Ég hefi ekki lært annað en í barna- skólanum. — Jæja, farðu þá heim og sæktu pabba þinn. Ég þarf að tala við hann, og það strax. — Pabba------sagði Jens Ólafur og rödd- in skalf. Átti nú að reka hann og kalla föður hans til yfirheyrslu líka. Það var alveg auðséð, að forstjórinn trúði honum ekki. — Pabbi er ekki heima, hann er í vinn- unni. — En mamma þín er þá heima? — Já-á ----- — Sæktu hana þá. Biddu hana að koma undir eins, ef hún getur. Gangan heim voru þyngstu sporin, sem Jens Ólafur hafði nokkru sinni stigið. Forstjórinn var ekki mikið fyrir að fjasa nm hlutina. Nei, hann kunni bnnur ráð til að láta svíða undan. Móður Jens Ólafs brá mjög, er hann ko'm heim með þessi skilaboð frá forstjóranum. '— Elsku drengurinn minn, hvernig gaztu fengið af þér að gera þetta? — Ó, mamma, þetta var bara lítið strik. — Það er sama, hve lítið það var. For- stjórinn er reiður og það er von. Loks stóðu þau bæði inni í skrifstofu for- stjórans og óheillateikningin lág á borðinu fyrir framan hann. —• Góðan daginn, frú mín góð, fáið yður sæti. — Mér þykir leitt, að Jens--------- — Verið nú ekkert að fárast um það, frú mín góð, það er engin þörf á því. Móðir drengsins leit undrandi á forstjórann. Hann var alvarlegur á svip, en hann virtist alls ekki vera reiður. — Farðu nú drengur minn, það eru ein- hverjir pakkar frammi, sem þú þarft að skjótast með. Jens Ólafur labbaði hægt út. — Jæja, frú min góð, nú skulum við tala ofurlítið saman. Þér verðið að afsaka, að ég

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.