Ljósberinn - 01.09.1954, Qupperneq 8

Ljósberinn - 01.09.1954, Qupperneq 8
LJDSBERINN 80 DAVID BRDADBENT: SEKLR EÐA SAKLAtS? framhaldssaga frá afríku — Ég ver'ð að hætta á það, hvíslaði Jakob ákafur. — Ég verð að fá að vita það — og ef aðrir koma, munu þeir taka það upp. Vertu tilbúinn til þess að hlaupa, ef þeir koma út, og bíddu ekki eftir mér. Ég skal bjarga mér. Áður en Ali gat sagt meira, læddist Jakob áfram frá bananatrénu, stökk þvert yfir veg- inn og staðnæmdist á bak við pálmatré, sem stóð miðja vegu milli þeirra og þessa dular- fulla hlutar á jörðinni. Þar beið hann andar- tak og þaut af stað í áttina að hlutnum. En hann hafði aðeins hlaupið tvö skref, er hann heyrði dyrnar á húsinu opnast. Hann skauzt eins og elding á bak við tréð, og Ali settist á hækjur sér. Þeir voru lengi kyrrir. Loks heyrðu þeir, að dyrunum var lokað og slag- brandurinn settur fyrir. Jakob þaut þegar í stað yfir veginn, tók hlutinn upp og hljóp aftur til trésins. Ali var að horfa í gegn um lauf banana- trésins og sá, að Jakob var að rannsaka fund sinn, svo veifaði hann sigri hrósandi. 8. kapítuli. Jakob hljóp aftur yfir opna svæðdð og settist á hækjur sér við hliðina á Ali. — Hvað er það? spurði Ali. — Það er skyrta, hvíslaði Jakob hrifinn, ný skyrta. En við skulum koma okkur burt héðan, áður en við skoðum hana. Máninn var einmitt að koma upp handan við hæðina, hálfmáni, en nógu bjartur til þess að þeir gætu rannsakað fund sinn, er þeir komu aftur út á veginn. Það var í raun og veru ný skyrta. Hún hafði sennilega borg í mörg ár. En árið 1933 seldu Rússar Bretum handritið fyrir um það bil 5 milljónir króna. Síðan hefur það verið geymt í Brezka safninu (British Museum) í London og er almennt talið einn af mestu dýrgripum kirkj- unnar. aldrei verið notuð'. Jakob benti á vörumerki Afríku-verzlunarfélagsins, sem stimplað var á hana. — Nú höfum við þó loks fengið sönnun, sagði hann. — Hann hlýtur að hafa stolið henni og selt hana síðan. Ég gæti trúað, að hann seldi alla hluti, sem hann stelur á þennan hátt. — Já, það gerir hann áreiðanlega, sagði Ali. — Eða þá að hann lætur þessa menn fá hlutina, til þess að þeir geti selt þá í öðrum bæjum. Þekktir þú nokkurn þeirra? — Nei, það var allt of dimmt. Ég vildi óska, að tunglið hefði komið fyrr. — Ef það hefði gert það, hefði hann getað séð þig, svaraði Ali. Komdu, við skulum fara héim. Ég er orðinn syfjaður. Jakob braut skyrtuna saman til þess að láta fara eins lítið fyrir henni og hægt var og stakk henni undir beltið. Síðan lögðu drengirnir tveir af stað heimleiðis. Þeir voru ánægðir og himinlifandi yfir árangrinum af næturstörfum sínum. En þeir voru þreyttir, á því var enginn efi. Allt í einu heyrðu þeir fótatak fyrir aftan sig. Þeim datt í hug, að það hlyti að vera maðurinn, sem hafði misst skyrtuna, og tóku til fótanna. En maðurinn fyrir aftan þá hróp- aði eitthvað til þeirra, sem þeir heyrðu ekki, og svo fór hann líka að hlaupa. Drengirnir tveir hlupu, eins og þeir ættu lífið að leysa, niður eftir veginum, en þeir voru svo stirðir eftir að hafa húkt lengi á verði, að maður- inn, sem elti þá, náði þeim brátt. Nú var hann rétt fyrir aftan þá. Og í þeim svifum hrasaði Ali og var að því kominn að detta. Og áður en hann áttaði sig almennilega, hafði ókunni maðurinn þrifið í öxlina á honum. Ali sneri sig og barðdst um til þess að losna, en að lokum varð hann að gefast upp. Þegar Ali hrasaði, hljóp Jakob nokkur skref í viðbót. En þegar hann sá, að vinur hans var gripinn, nam hann staðar og gekk

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.