Ljósberinn - 01.09.1954, Blaðsíða 10
«2
LJDSBERINN
LJÓSBERINN _____________________________
Barna- og unglingablaö með myndum. —
Útgefandi Bókagerðin Lilja, — Ritstjóri
ÁstráSur Sigursteindórsson, kennari. —
Utanáskrift: Ljósberinn, Pósth. 276, Rvík.
Áskriftarsími 7811.
Kemur út sem svarar 12 siðu blaði á rnánuði,
þar af tvöfalt sumarblað og þrefalt jóla-
þlað. Áskriftargjald kr. 20.00. Gjalddagi
15. apríl.
Prentaður í Félagsprentsmiðjunni h.f.
r
v.
GETRAUNASAGA:
J
llrer i rti’ sehuw' >
Mönnum var farið að leiðast í afmælisveizl-
unni, og konungurinn tók eftir því, að sumir
voru farnir að geispa í laumi. Hvað gat hann
gert til þess að hressa upp á samkvæmið? Þá
datt honum ráð í hug. Hann hallaði sér fram
yfir borðið og sagði við unga stúlku, sem
sat á móti honum:
— Vildirðu nú ekki dansa fyrir mig og hina
tignu gesti?
—■ Ég veit ekki, svaraði stúlkan hikandi.
Móðir hennar, sem sat við hliðina á henni,
greip þá fram í fyrir henni og sagði:
— Auðvitað dansar hún, þegar yðar hátign
óskar þess.
Konungurinn reis á fætur, klappaði saman
lófunum og tilkynnti skemmtiatriðið.
Stúlkan sté út á gólfið og sveiflaði sér létti-
lega um í fjörugum dansi. Allra augu fylgdu
henni í augljósri aðdáun. Nú hvarf allur
svefnhöfgi af gestunum.
— Þetta var dásamlegt, sagði konungurinn
við stúlkuna, er hún settist niður. Ég skal
launa þér ríkulega. Enginn mun geta sagt,
að ég skeri launin við nögl mér. Ég skal gefa
þér hvað, sem þú biður mig um, þótt það væri
helmingur ríkis míns.
Undrunarkliður fór um hóp gestanna, er
þeir heyrðu þetta fávíslega loforð. Undrun
þeirra gladdi konunginn, og hann endurtók
heit sitt:
— Þetta er ásetningur minn. Ég sver, að ég
skal gefa þér hvað, sem þú biður mig um allt
að helmingi ríkis míns.
— Ég ætla að hugsa mig um, svaraði stúlkan
og fór til móður sinnar.
— Taktu nú eftir, hvíslaði móðir hennar,
þú verður að biðja konunginn um höfuð ó-
vinar míns.
— Ó, mamma, það þori ég ekki.
— Þú þorir það vel, og þú skalt gera þaö,
svaraði móðir hennar, og heiftin brann úr
augum hennar.
Stúlkan gekk aftur út á gólfiö og sté nýjan
dans.
— Ég hef ekki gleymt loforði mínu. sagði
konungurinn, er dansinum var lokið. Hvers
óskar þú þér?
— Ég óska þess, að þú gefir mér höfuðið af
óvini móður minnar, svaraði stúlkan.
Konungurinn brá litum.
•src)Ye)Y«)Yc)Ye>Yc)^
rá&end[in(|ax
Allmargir eiga enu eftir að greiða áskrift-
argjaldið. Nokkrir hafa ekki sinnt póstkröf-
um, sem þeini hafa verið sendar, og hafa þær
því komið aftur ógreiddar. f Reykjavík og
víðar hefur verið erfitt að hitta fólk með
reikningana í sumardreifingunni. Nú vild-
um við hiðja alla þá, sem eftir eiga að greiða
áskriftargjaldið, að gera það sem fyrst.
Allir þeir, sem eiga ógreitt blaðið í Reykja-
vík og annars staðar þar, sem innheimtu-
menn eru á ferðinni, eru vinsamlega beðnir
að greiða blaðið strax og þeir fá reikning-
ana. Aðrir eru beðnir um að snúa sér til
litsölumanna eða senda greiðsluna lieint til
afgreiðslu blaðsins.
★
Þaö skal eiui tekit) fram, oð iirsögn
er bundin i’ifí áramót og skat lierast
skriflega til afgreiöslunnar, enda sc viö-
komandi skuldlaus vifí blafiiT).
★
Myndasagan Davíð konungur endar í
þessu blaði. Kemur hún væntanlega út sér-
prentuð.áður en langt um líður. 1 næsta blaði
hefst í hennar stað ný myndasaga, er nefnisl
Jóhannes Markús. Er hún um lærisveininn,
sem skrifaði Markúsarguðspjall og segir frá
ýmsu er hann sá og lieyrði um Jesúm og
lærisveina hans. Sú inyndasaga er, eins og
su fyrri, lánuð Ljósheranum af sænska
harnablaðinu „Frainát og uppát“.
★
Síöau sumarblaöiö kom úl liafa Ljós-
beranum bætzl 'iO nýir áskrifendur. Von-
um viö, aö sóknin haldi áfram og aukist
meö haustinu. Geriö allt, sem þiö getiö til
þess aö útbreiöa blaöiö i/kkar.
— Mér fyndist, að þú ættir aö óska þér
einhvers annars, mælti hann.
Allra augu hvíldu á konunginum, og hann
þorði ekki að ganga á bak orða sinna í viður-
vist boðsgestanna.
— Vissulega mun konungurinn standa við
loforð sitt, sagði móðir stúlkunnar svo hátt aö
allir heyrðu.
Konungurinn hikaði andartak. Því næst gaf
hann liðsforingja merki. Liðsforinginn gekk
út, og innan stundar var góður þjónn Drottins
leiddur út til lífláts. Komið var með höfúö
hans á fati inn í veizlusalinn og fengið stúlk-
unni. Það fór hrollur um hana. Hún bandaöi
frá sér og vísaði til móður sinnar. Móðir
hennar glotti við og hrósaði sigri.
* * * *
Hver var hinn myrti maður? Hver átti sök
á dauða hans? Var það konungurinn, unga
stúlkan eða móðir hennar? Hvað hétu aðal-
persónurnar í þessari sögu? Ef þú kannast
ekki við söguna, geturðu fundið lausnina í
Mark. 6, 14,—29.