Ljósberinn - 01.12.1954, Síða 5
ljúsberinn
113
Kom til míns hjarta ó, Jesús.
Kom til míns hjarta í dag.
— Helgið Krist sem konung í hjörtum yð-
ar, segir Guðs orð. En til þess eru konungar,
að þeir stjórni og verndi.
Eg held, að ég hafi sjaldan heyrt börn
syngja af meiri hjartans fögnuði, en þessi
japönsku börn, sem voru þó flest frá heiðn-
um heimilum. — Næsta vers man ég líka, að
efni til:
Kom á mitt heimili ó, Jesús.
Kom á mitt heimili í dag.
Það var í Nagoya, að ég kom í fyrsta skipti
á kristið heimili í heiðnu landi. Þegar við
komum að dyrunum fór kristniboðinn, sem
með mér var, að hrópa hástöfum: „Go menn
a sai“ og aftur hærra .... Það var nefnilega
siður í Japan að kalla í stað þess að berja
að dyrum. — Áður en langt um leið kom
þjónustustúlka til dyra, opnaði og lagðist um
leið á hnén til hliðar, innan við dyrnar. Þegar
við komum inn úr anddyrinu tókum við af
okkur skóna. Japanir eru þrifnir og á gólfum
hjá þeim eru strámottur, sem mundu slitna
fljótt, ef á þeim væri gengið á tréskóm, sem
Japanir nota og kalla „geita“. — Þá kom
húsbóndinn á móti okkur út í anddyrið og
heilsaði okkur, auðvitað á japanska vísu.
Hann stóð fyrst teinréttur með hendur niður
með hliðum, eins og maður, sem er að hefja
leikfimisæfingar, beygði sig síðan fyrir okk-
Ur djúpt og lengi og sagði: — Aringa do
samaska.
Okkur var boðið til sætis á gólfinu, enda
voru engin húsgögn í stofunni. Japanir
kreppa undir sig fæturna og sitja á iljum
sér eða hælum. Þá var borið inn lágt borð og
sett á milli okkar. Stúlka bar inn te og kökur
og mjóa matprjóna til að borða með kökurn-
ar.
Á þessu ókunna heimili, í fjarlægu landi,
fannst mér unaðslegt að vera. Mér varð þá
hugsað til sálmvers, sem er oft sungið hér á
landi og þið sjálfsagt kannizt við:
Hve sælt hvert hús, er sinna meðal gesta
þér sífellt býður heim, ó, Jesús kær.
í húsi því er hátíð æ hin bezta,
er heimsókn þína dag hvern öðlazt fær.
Barn er oss fœtt, sonur er oss gefinn;,
á hans herðum skal höfðingjadómurinn\
J hvíla. Nafn hans skal kallað: undraráð- \
gjafi, guðhetja, eilífðarfaðir, friðarhöfð- \
ingi. Mikill skal höfðingjadómurinn verða!
og friðurinn engan enda taka á hásœti \
Davíðs og í konungsríki hans, til þess að \
reisa það og efla með réttvísi og réttlœti \
héðan í frá og að eilífu.
Jes. 9, 6.—7.
s
y'.rW'WWWVWWJV^V^dWVWWWVW-WUNr
Sá siður er í Kína, þegar haldin er ein
stórhátíðin, að eitt kvöldið, þegar öll ljós
hafa verið kveikt, eru allar hurðir látnar
standa upp á gátt og útidyr líka. Fari maður
svo út á götu, getur maður horft inn á hvert
einasta heimili og séð alla dýrðina.
En á allra fátækustu heimilunum eða þar,
sem einhver er veikur, eru dyr lokaðar. Þar
sér enginn inn.
Gaman hefði verið að geta séð inn á upp-
ljómuð heimili hvers einasta ykkar, núna um
hátíðina. Það getur enginn. Og þó er einn,
sem sér inn til okkar allra. Hann gleymir
engu okkar, og þó allra sízt þeim, sem bágt
eiga, Jesús Kristur frelsari okkar.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól, í Jesú
nafni!
Ólafur Ólafsson.