Ljósberinn - 01.12.1954, Qupperneq 6
114
LJDSBERINN
JOLIN
I SVARFAÐAKDAL
Jráiaffa eftir iéra Jrl&ril Jri&ril.
iion
Hvergi man ég betur eftir jólunum en í
Svarfaðardal. Þá mótuðust jólin inn í með-
vitund mína.
Ég var á fimmta árinu. Ég man eftir dög-
unum á undan. Þá var allt í undirbúningi.
Eitt kvöld var allt fólkið að skera út laufa-
brauð. Allt var fullt af útflöttu laufabrauði
í trogum. Allir piltarnir voru að skera út
jólabrauðið, og dáðist ég mest að kökum
pabba míns. Þær voru svo fallegar.
Ég fékk að vaka fram eftir, og það var
gaman. Ég var ýmist inni í baðstofu eða
frammi í eldhúsi, þar sem verið var að steikja
laufabrauðið í stórum potti. Feitin bullaði
og sauð í pottinum. Það snarkaði og hvæsti
í, svo að mér fannst það merkilegt. Ég var þó
hálf hræddur við þennan óhemju ógang og
læti, en ilminn lagði inn öll göngin.
-fc Hlakkaði til jólanna
Ég hlakkaði ákaft til jólanna og var að
hugsa um, hvernig þau mundu líta út. Mér
fannst þau væru einhver vera, sem kæmi
gangandi inn göngin, en ég vissi, að þau voru
ákaflega góð.
Ég var að hugsa um, að ég þyrfti að gefa
þeim eitthvað. Ég átti grænan kindarlegg,
sem mér þótti vænt um. Það var reiðhestur-
inn minn. Ég spurði mömmu, hvort ég ætti
ekki að gefa jólunum legginn minn, er þau
kæmu. Mamma sagði nei, því að þau hefðu
ekkert gaman af leggjum. Ég varð hissa á
þessu.
Mamma sagði, að jólin væru dagar líkt og
sunnudagur. En á jólunum kæmi Jesús, því að
það væri afmælisdagur hans.
Ég spurði, hvort Jesús vildi eiga legginn
minn græna, en því neitaði hún og sagði, að
það væri ekki hægt að sjá hann. Á því varð
ég líka undrandi.
Aðfangadagur rann nú upp, og ég var allt-
af að spyrja, hvenær jólin kæmu. Loks var
mér sagt, að þau kæmu um miðaftan, og þá
yrði að vera búið að þvo mér og færa mig í
fallegu fötin, og allt yrði að vera svo hreint.
-fc Grenjandi hríð
En veðrið' var vont þá um daginn, með
grenjandi snjóhríð og miklu hvassviðri. Ég
varð hræddur um, að Jesús mundi ekki
koma í svona vondu veðri.
Ég stóð frammi í skála hjá mömmu og
pabba. Þau höfðu ljóstíru. Bylurinn lamdi
utan bæinn. Allt í einu var eins og heyrðust
þung fótatök á hlaðinu og svo hristist bæjar-
hurðin eins og einhver vildi komast inn.
Ég sagði við mömmu: — Ætli, að það sé ekki
Jesús að koma. Hann kemur of snemma.
Mamma sagði: — Það er bara óveðrið.
Svo fórum við inn í baðstofu. Þar var nú
tekið til að þvo mér, og svo var ég færður
í nýja flík. Ég kunni miklu betur við gömlu
fötin mín. Þau þótti mér vænna um. En
vegna jólagestsins, sem ég átti von á sýndi
ég engan mótþróa.
Svo fóru piltarnir að koma heim úr fjár-
húsunum allir fannbarðir. Þeir stöppuðu af
sér snjóinn, og svo fóru þeir að búa sig. Loks
var allt tilbúið.