Ljósberinn - 01.12.1954, Side 8

Ljósberinn - 01.12.1954, Side 8
116 LJOSBERINN Jióienzb jóiaóac^a STRANDIÐ EFTIR EGGERT KRISTJANSSGN Bærinn hét Kleif. Hann stóð undir sam- nefndu fjalli. Túnið var frekar lítið, og þar af leiðandi voru skepnur ekki margar, ein kýr, einn hestur og tuttugu kindur. Á stórum steini við túngarðinn sat ungur piltur. Við skulum kalla hann Nonna. Hann var á að gizka fjórtán eða fimmtán ára gamall, fullorðinslegur í andliti, sviphreinn og einbeittur. Hann var klæddur dökkri blússu, bættri á ermunum, í samlitum bux- um, með gúmmískó á fótum. Þessi ungi piltur sat með báðar hendur undir kinn og studdi olnbogunum á læri sér. Hann starði fram fyrir sig, en virtist samt ekki horfa á neitt sérstakt. Hann var allur með hugann hjá föður sín- um. Skyldi hann verða kominn heim fyrir jól? Nú voru aðeins fjórtán dagar til jóla. í dag var faðir hans búinn að vera tvo mán- uði á sjúkrahúsinu í kaupstaðnum, og lækn- irinn hafi ekkert viljað láta uppi um það, hvenær hann myndi losna. Nonni hafði reynt að hjálpa mömmu sinni, eins og hann gat síðan pabbi hans lagðist. Það var tómlegt í bænum eftir að pabbi fór. Þau voru aðeins tvö eftir. Mamma sá um inniverkin, en Nonni reyndi að gera mest af útiverkunum. Þótt Nonni ætti sjaldan frí- stund, þá fannst honum lífið dauflegra, þegar pabbi var ekki. Pab'bi hafði sagt honum sög- ur á kvöldin um hetjudáðir fólksins, sem bjó á Kleif fyrr á tímum. Fram undan bæn- um var hafið, og það var oft úfið á veturna. Þá kom stundum fyrir að útlend skip, sem voru ókunnug á þessum slóðum, strönduðu þarna fyrir framan, og margur hraustur sjó- maður lét þar líf sitt. En sem betur fór tókst stundum að bjarga nokkrum manns- lífum, og hlutu skipsbrotsmennirnir þá hjúkr- un á Kleif. Ekki hafði neitt slíkt gerzt í tíð Nonna. Eitt síðasta verk föður hans, áður en hann fór á sjúkrahúsið, var að setja bátinn þeirra inn í naustið á sjávarbakkanum. Þar hafði Nonni skafið hann allan utan og innan og málað hann, svo að nú leit hann út sem nýr væri. Nonna var farið að þykja vænt um bátinn, en á honum hafði hann oft farið með föður sínum, er hann fór að draga björg í bú. Ó, að Guð gæfi, að pabbi kæmist heim fyrir jól, annars yrðu jólin svo ömurleg. Nonni og mamma hans höfðu beðið Jesúm kvölds og morgna um að gefa þeim pabba Það kvöld var ekki slökkt á öllum kertun- um, og ég gleymdi víst það kvöld að segja: — Jesús gef mér eilíft ljós, sem aldrei slokkn- ar, eins og mér hafði verið kennt að segja, þegar slökkt var á Ijósinu, að öllum háttuðum í baðstofunni á kvöldin. Svona voru jólanæturnar í barnsæsku minni, fullar af sannri hátíð með ólýsanleg- um unaði og einhverju töframagni. Það var alvarleg gleði og unaðsleg alvara, sem hvíldi yfir öllu. Það var eiginlega ekkert til skemmt- unar. Ekkert jólatré, engar jólagjafir nema einhver ný flík, sem menn fóru þá fyrst í, það var ekki spilað eða sungið nema sálm- arnir með húslestrinum. En gleðin var svo undarlega unaðsfull, af því að þá nótt var frelsari heimsins fæddur. Það var eins og maður fyndi dýrðina í upp- hæðum, friðinn á jörðu í hinni lágu baðstofu og velþókknun Guðs með mönnunum. Nú óska ég öllum börnum, sem þetta lesa: Gleðileg jól í Jesú nafni! Fr. Fr.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.