Ljósberinn - 01.12.1954, Page 9

Ljósberinn - 01.12.1954, Page 9
LJÓSBERINN 117 Á JÓLUNUM Nú syngur engla :,: helgur her :,: Því frelsarinn oss fœddur er. :,: Sé Drottni dýrð :,: Að lágri jötu :,: lausnarans :,: Við komurn nú í kvöld til hans. :,: Sé Drottni dýrð :,: Vor góði Jesú :,: þökk sé þér :,: þú komst, og ennþá ert þú hér. :,: Sé Drottni dýrð :,: Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði. aftur, og þau treystu því, að bænir þeirra yrðu heyrðar. Nonni hrökk upp úr þessum hugleiðingum við það að kallað var á hann. Það var móðir hans. Hún stóð í bæjardyrunum og kallaði. Nonni flýtti sér til hennar. — Hvað get ég gert fyrir þig mamma? — Sæktu fyrir mig eldivið út í skálann, svo máttu víst bráðum fara að gefa kúnni heytuggu og Jarp fer áreiðanlega að lengja eftir sínum mat. Þegar þetta er búið, verður víst mál að koma blessuðum kindunum í húsaskjól. Þannig leið dagurinn hver af öðrum hjá Nonna og móður hans. Daginn fyrir Þorláksmessu gerði ofsarok og hríð af norðvestri. Sjórinn var eitt hvít- fyssandi öldurót. Nonni sá strax um morg- uninn, hvað verða vildi og lét þess vegna enga kind út. Ekki var laust við, að hann væri hálfmyrkfælinn, er hann var að gefa skepn- unum. Veðrið hamaðist svo á húsinu, að það hvein í öllu. Um kvöldið, þegar Nonni og móðir hans voru að borða kvöldmatinn, hrukku þau allt í einu við og lögðu við hlustirnar. Það var ekki um að villast. Utan úr hríðinni barst ómur frá skipsflautu, sem var þeytt í ákafa. — Ó, það vildi ég, að góður Guð gefi, að þetta skip strandi ekki hér fyrir framan, því að í svona veðri er ekki von um björgun, andvarpaði móðir Nonna. — Mamma, ég ætla niður að nausti, sagði Nonni og stóð upp, ég ætla að vita, hvað ég sé. — Farðu nú varlega góði minn, og búðu þig vel. Hlífðarfötin þín eru frammi í skúrn- um. Þegar Nonni var ferðbúinn, fór hann út með olíulukt í hendi. Hann ætlaði varla að komast á móti rokinu. Eftir því, sem nær dró naustinu heyrði hann greinilegar til skips- flautunnar. Skipið var auðsýnilega strandað fram undan naustinu. Hann starði lengi út í hríðina og komst að raun um, að það væri strandað á svonefndum

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.