Ljósberinn - 01.12.1954, Page 12

Ljósberinn - 01.12.1954, Page 12
120 L J □ S B E R I N N Göng í katakomöunum. um saman. Þá keyptu þeir landsvæði fyrir utan Róm á taökkum Tíberfljótsins og greftr- uðu þar þá, sem dóu úr þeirra hópi. En þar sem landsvæðið var ekki mikið, þá tóku þeir til að grafa göng ofan í jörðdna. Jarðlagið var mjúkt móberg, og gátu þeir grafið göng og hvelfingar í það. Áratug eftir áratug héldu þeir þessu áfram, því að margar milljónir kristinna manna þurftu legstað. í sumum katakombunum eru göngin og grafhvelfing- arnar fimm hæðir ofan í jörðina, og vitað er um að minnsta kosti sextíu katakombur fyrir utan Róm. Göng þeirra eru talin vera samtals um 900 kílómetrar að lengd. Samkomustaður Brátt kom að því, að kristnir menn tóku að nota katakomburnar sem griðastað fyrir guðsþjónustur sínar og fundi, því að þeir voru ofsóttir af hinum rómversku hermönnum, hvar sem þeir komu saman heima hjá sér inni í borginni. En það voru lög Rómverja, að grafreitir væru friðheilagir og mætti ekki raska ró hinna dánu. Lengi vel höfðu róm- versku yfirvöldin ekki grun um, að lifandi menn notuðu þessa grafreiti til þess að koma þar saman til funda. ■fc Völundarhús En það voru ekki eingöngu rómversku lögin, sem vernduðu kristna menn fyrir hermönn- unum. Göngin voru sannkölluðu völundar- göng, svo hver ókunnugur, sem vogaði sér ofan í þau, mátti eiga það víst að villast í þeim, finna ekki útganginn aftur og komast aldrei lifandi út. Eins og þið getið ímyndað ykkur, þá er koldimmt myrkur þar niðri, og þegar göngin liggja fram og aftur og ýmist upp á við eða niður í jörðina, þá var það ekki árennilegt fyrir hemennina að hætta sér niður í þessi dimmu völundarhús. ■fc Ofsóknir Þó kom það oft fyrir á síðustu tímum of- sóknanna, að þeir voru sendir niður í kata- komþurnar til þess að smala saman kristnum mönnum, sem áttu að líða píslarvættisdauða í Kólosseum — útileikhúsi Rómaborgar. Svik- arar hjálpuðu þeim til þess að vinna það verk. En auðvitað gátu þeir ekki rannsakað nema lítinn hluta af þessum víðáttumiklu grafreitum, svo að margir sluppu úr greipum þeirra. í jarðgöngunum Við vorum um þrjátíu íslendingar í hóp, sem fórum niður í einar af katakombunum, í það skipti, sem ég fór. Einn af munkum þeim, sem nú gæta grafreitanna, var leið- sögumaður okkar, og gekk hann í broddi fylk- ingar með logandi blys í hendi. Göngin voru svo þröng, að tveir gátu ekki með góðu móti gengið samhliða, og fórum við því í halarófu

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.