Ljósberinn - 01.12.1954, Page 13
ljd'sberinn
121
á eftir leiðsögumanninum. Ég held, að
ég hafi verið síðastur í hópnum, og naut
ég því alls ekki birtunnar af þessu eina
blysi fremur en hinir, sem aftast voru.
En ég hafði verið svo hygginn að hafa
með mér vasaljós, og gat ég því vel
litast um. Beggja megin voru höggnar
út smáhvelfingar eða ílangar holur í
veggina, og voru þrjár hver upp af
annari þarna, sem við fórum um. Þetta
höfðu verið legstaðir hinna látnu. Okk-
ur var sagt, að búið væri að taka burt
öll bein úr þessum katakombum, en
ég sá á nokkrum stöðum leyfar af beina-
grindum.
Áhrifarík heimsókn
Péturskirkjan í Róm, stœrsta kirkja í heimi,
er nú skammt frá katakombunum.
Sumir vildu komast sem fyrst upp aftur, en
aðrir vildu skoða meira. Ég á ekki gott með
að lýsa tilfinningum mínum eins og þær voru
þessa stundina. Áður hafði ég dáðst að glæst-
um byggingum úr marmara og látið mér detta
í hug, að menn hefðu yfirleitt notið lífsins í
glampandi sólskini og baðhita við glaum og
gleði, og þar hefði tæplega skuggi fallið á.
Nú leitaði hugurinn ákaft 1800 ár aftur í
tímann, og mér varð hugsað til þess hrjáða
fólks, sem hafði gengið þessa sömu leið neðan
jarðar á flótta undan gini ljónanna eða þá
til guðsþjónustu, sem þeir urðu að halda í
felum. En hve þessir móbergsveggir hefðu
frá mörgu að segja, ef þeir gætu talað, og
hvað voru þeir annað en talandi tákn um
atburði, sem höfðu gerzt fyrir mörg hundruð
árum. Öll þessi göng voru manna verk, og
um það eru ekki neinar þjóðsögur, hvernig
þau fyrst urðu til. Sagan greinir skilmerki-
lega frá öllu, sem þjóðirnar við Miðjarðarhaf
áttu við að búa á fyrstu tímum kristninnar.
Og sagan endurtekur sig öld eftir öld, sí-
feldur ófriður og ofsóknir. Enn þann dag í
dag eru menn á sama stigi og fyrir 2000 ár-
um að því leyti, að þá skortir kærleika og
bróðurhug.
Þegar við höfðum lokið göngu okkar í
hinum dimmu göngum, komum við aftur út
um sömu útidyrnar. Sólin skein í heiði og
minnti okkur á, að heimurinn getur átt nóg af
birtu og yl handa öllum.
Eins og þið getið ímyndað ykkur, þá hafa
svona heimsóknir misjafnleg áhrif á gestina.
Samkoma kristinna manna í katakombunum.