Ljósberinn - 01.12.1954, Page 14

Ljósberinn - 01.12.1954, Page 14
122 LJDSBERINN Jólagjöf IVialajadrengsins ./&• Vofi Á bakka vatnsins í frumskóginum var hvítur drengur önnum kafinn við að safna sprekum og laufi og hlaða því saman í bál- köst. Þetta var Jim Barrit, 13 ára sonur eig- anda gúmmíekrunnar, sem náði inn að frum- skóginum. Er hann var orðinn ánægður með stærð bálkastarins, settist hann á hækjur sér við hann og kveikti eld; á skammri stundu hjúpaðist hann hvítu reykskýi, sem fyrst steig beint upp í loftið, en varð síðan andvaranum að bráð, og hann bar það í löngum flygsum inn yfir bananatrjálundina. — Vonandi sér nú Amat bálið, muldraði hann og horfði út yfir kyrrt vatnið, þar sem bátkæna varpaði svörtum skugga yfir vatns- flötinn. — Ég þori ekki að hrópa, af því að faðir hans segir þá, að ég fæli fiskana.------- í stafni kænunnar stóð Malayi með veiði- stöng í höndum. Brúnlitaður efri hluti líkamans var nakinn, en sítt ,,pils“ lafði í fellingum niður frá mjöðmunum og ofan að öklum; hann stóð þarna hreyfingarlaus og niðurlútur, meðan hugurinn barðist við að finna leið út úr erfiðleikunum. Fyrir aftan hann í bátnum sat 12 ára drengur með krosslagðar fætur, stífur og teinréttur, eins og hann væri steyptur úr bronsi, aðeins leiftrandi augu hans hvörfluðu með- fram vatnsbakkanum, eins og hann ætti von á merki. — Pabbi, hóf hann máls hikandi, hver var þessi gamli Kínverji, sem heimsótti þig við síðustu tunglfyllingu? Ég' gat helzt ekki þolað hann, hann leit svo illilega út. — Hann er slæmur mað- ur, svaraði faðirinn, lyfti í sömu mund veiðistönginni, dró gljáandi, spriklandi fisk upp úr vatninu og rétti drengnum hann. Drengurinn stakk hon- um þegjandi niður í körfu. — Þetta eru einnig slæmir tímar, bætti hann við. — Eitt sinn voru þeir tímar, að Malayjar gátu risið úr rekkju við fyrstu dagskímuna, gengið með haka um öxl á hrísakur sinn og verið vissir um að koma lifandi heim að kvöldi, en slíkt geta menn ekki lengur. — Hvers vegna drepið þið þá ekki? — Hverja? spurði faðirinn og sneri sér við og leit á son sinn. — Óþokkana í frumskóginum auðvitað, sagði Amat. — Þú talar eins og barn, og samt ert þú bráðum fullþroska; ef við segjum lögregl- unni, hvar þrjótarnir hafast við, drepa þeir okkur, eyðileggja akrana og brenna húsin; það höfum við margoft séð. Og ef við þegjum eða hjálpum þeim, refsar lögreglan okkur. — Ég held með lögreglunni, sagði Amat ákveðinn, — og það gerir Jim einnig. Sjáðu þarna yfirfrá, pabbi, þetta er bál hjá Jim, við kveikjum alltaf slíkt bál í greinum og fúaviði, þegar við viljum kalla hvor á annan, og strákofinn hans svo hátt, að ég

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.