Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 15
ljósberinn
123
get alltaf séð hans bál, en það
er erfiðara fyrir mig í dalnum.
Við skulum róa í land.
Þegar kænan kom að landi,
fór Amat úr bátnum, en faðir
hans reri aftur út á mitt vatn-
ið og hóf veiðarnar á ný.
— Ég neyddist til að kalla á
þig, því að ég á nú þegar að
leggja af stað með bifreið til
Kuala Lumpur til að ná í næt-
urhraðlestina til Penang, og ég
hefi keypt jólagjöf handa þér,
sem þú verður að fá, áður en
ég fer, sagði Jim.
— Það er leiðinlegt, að við
skyldum ekki hafa stöð hér í
nágrenninu, þá þyrftuð þið ekki
að fara jafnlangt til austurs
til að ná í lestina,-----hvað
hefur þú keypt handa mér?
Jim hló.
— Ég átti í brösum með að fá peningana
hjá pabba, því að honum fannst, að þetta
væri kjánaleg gjöf. Komdu nú bara heim
í strákofann, og þar færð þú að sjá gjöf-
ina.
Drengirnir tveir hlupu rösklega eftir
þröngum skógarstígnum. Það var heitt í veðri
og mollulegt, og aragrúi af skordýrum sveim-
aði í loftinu; upp úr jörðunni uxu stórar gor-
kúlur, og niður úr greinum trjánna héngu
stórar breiður af brönugrösum. Þar sem
stígurinn beygði, höfðu þeir næstum velt
um koll gömlum Kínverja, sem kom þar í
rólegheitum með gölt í fylgd með sér.
— Amat, er faðir þinn heima? spurði hann
og þreif í handlegg Amats.
— Nei, svaraði Amat afundinn, hann er í
veiðiferð og kemur ekki í bráð.
— Þá fer ég heim til hans og bíð hans
þar, hann fagnar því eflaust, svaraði Kín-
verjinn og glotti um leið, svo að skein í svört
tannbrotin í munni hans. Drengirnir flýttu
sér sína leið, og er þeir náðu aðalveginum,
spurði Jim.
— Hvaðan þekkir þú hann? Ég hefi aldrei
séð hann heima hjá þér.
— Við síðustu tunglfyllingu kom hann
og talaði lengi og illilega við pabba, og upp
frá þeim degi hefur pabbi verið svo undar-
legur, hann borðar næstum ekkert, og á næt-
urnar er hann ekki heima.
Jim horfði undrandi á hann.
— Hvað hefst hann þá að í myrkrinu?
spurði hann.
— Ég hefi ekki hugmynd um það, en í
nótt ætla ég að læðast á eftir honum og
sjá, hvað hann er að gera.
Þegar Amat kom aftur heim síðla dags, var
gamli Kínverjinn að kveðja, en mamma
hans var að ausa upp rjúkandi hrísgrjónin.
Amat gekk rakleitt til hennar og sýndi henni
stoltur kveikjarann, sem Jim hafði gefið
honum í jólagjöf.
— Þetta er stormkveikjari, sagði hann
hróðugur, og nú þarf ég ekki framar þess-
ar óláns eldspýtur, sem alltaf slokknar á.
Gamli Kínverjinn var lagður af stað út
eftir stígnum, en nú sneri hann sér við og
sagði:
— Mundu eftir 28. mílu-steininum.
Faðir Amats stóð kyrr og horfði fram fyr-
ir sig, en móðir hans sagði, að maturinn væri
tilbúinn. Þau settust að snæðingi, en faðir
hans gat ekkert borðað. Undir eins og myrkt
var orðið, stóð hann upp, tók stormljósker
og eldspýtnastokk og fór af stað út þröngan
stíginn, sem lá til skógar. Amat hikaði
stundarkorn. Móðir hans var önnum kafin
við uppþvottinn og tók ekki eftir honum;