Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 16
124
LJDSBERINN
þá læddist hann. á eftir föður sinum, og
naktir fætur hans ullu engum hávaða á
mjúkum stígnum.
Brátt huldi skógurinn þá, og þar var eng-
inn kostur að ferðast utan við stíginn, því að
runnar, greinar og frumskógarplöntur flétt-
aðar vafningsjurtum mynduðu þéttan, græn-
an vegg til beggja handa. Oft heyrði hann
skrjáfur umhverfis sig — öðru hvoru heyrð-
ust dýrsöskur í fjarska eða hvæs frá slöngu
rétt við véginn. Það var niðamyrkur inni í
skóginum, og Amat hélt sig eins nærri föður
sínum og hann þorði, því að dauf birta frá
ljóskeri hans var eina ljósið í myrkrinu. Er
þeir höfðu gengið í klukkutíma eða svo, vék
faðir hans inn á breiðari braut, sem var
troðin af villtum fílum. Allt í einu kom
Amat í hug orð gamla Kínverjans — —
28. mílu-steinninn; hann stóð sunnan
við brúna hjá Tinnoh. Það fór hrollur um
Amat af skelfingu — skyldu þorpararnir
ætla að sprengja brúna í loft upp? Það gat
ekki átt sér stað, því að slíkt þorparabragð
mundi sameina alla Malayja og Evrópumenn
í gegn þeim.
Nú fóru að sjást dreifðar ljósglætur inn á
milli trjástofnanna, og lágar fyrirskipanir
heyrðust inni í skóginum, en þær voru bland-
aðar mási og stunum.
— Flýtið ykkur að lyfta síðustu teinunum,
heyrðist sagt hásri röddu, — hraðlestin
hlýtur að fara að koma.
Amat læddist skjótt áfram, faðir hans var
horfinn. Hann gat greinilega séð, hvað Kín-
verjarnir höfðust að. Þeir voru að leggja
hliðarspor gegnum skóginn. Nú skildi hann,
hvað faðir hans hafði verið að gera á næt-
urnar.
—Ó, þessir slæmu menn, hugsaði Amat og
lá við örvilnun. í stað þess að aka yfir brúna
milli Tinnoh og Tapah, mundi hraðlestin
fara eftir víxlsporinu gegnum skóginn, keyra
fram af klettunum og hrapa í ána. Hann
stóð sem steini lostinn af hræðslu, og hann
sá föður sinn ganga til gamla Kínverjans.
— Ég hefi klippt símaþræðina í sundur á
fjórum stöðum, eins og þú sagðir mér að
gera, sagði faðir hans.
Hvernig átti nú Amat að fara að því að
gera hrað'lestinni viðvart, áður en hún steypt-
ist í opinn dauðann? Hvernig átti hann að
bjarga Jim, föður hans og móður og öllu
hinu fólkinu? Það var aðeins ein leið — bál
á miðjum teinunum, — en hvernig ætti hann
að sleppa óséður fram hjá Kínverjunum? '
Hjarta hans sló svo ört, að við lá, að það
spryngi, er hann læddist hljóðlega og með
gætni frá einu tré til annars.
í bjarmanum frá ljóskerinu sá hann Kín-
verjann gamla, sem lá á knjánum og var
að festa rær á bolta.
— Þú beitir engum brögðum, hvæsti sá
gamli önugt, þú hefur alltaf gert allt, sem
þú getur, til að seinka verkinu.
í sömu mund kom ungur Kínverji hlaup-
andi og másaði út úr sér:
— Símalínan hefur ekki verið rofin. Ég
hefi heldur aldrei treyst þessum heimska
Malayja.
í næturkyrrðinni gat maður nú greinilega
greint óm frá hraðlestinni.
— Þú ætlar ef til vill að aðvara þá, spurði
gamli Kínverjinn og gretti sig ógnþrunginn
á svip.
— Já, svaraði faðir Amats, slíkar starfs-
aðferðir eiga ekki við Malayja.
— Félagar, öskraði gamli maðurinn, bind-
ið hann og fleygið honum inn í skóginn í
myrkrið og til villidýranna, svo að hvítu
maurarnir geti sleikt bein hans.
Hann mölbraut glerið á Ijóskeri Malayjans
með einu sparki og tók frá honum eldspýt-
urnar. Amat horfði skelfingu lostinn á,
hversu hraustlega faðir hans barðist við
Kínverjana, en ofureflið var of mikið. Þeir
bundu hann á höndum og fótum og drógu
hann burt. í uppnáminu tók enginn eftir
Amat, svo að hann þreif ljósker föður síns
og hristi það.
— Það er ennþá eftir örlítið af olíu, muldr-
aði Amat með ánægjuhreim, og nú skal ég
kveikja bál, sem lýsir upp allan skóginn.
Hann hljóp spölkorn eftir teinunum og
byrjaði svo í ákafa að tína saman greinar og
lauf, hellti olíu yfir það, og tók svo upp
kveikjarann sinn. Reglubundnir dynkir í
teinunum gáfu til kynna, að lestin var ekki
langt í burtu, og að baki sér heyrði hann
muldrið í Kínverjunum, sem sneru nú við,
eftir að hafa borið föður hans inn í skóginn.