Ljósberinn - 01.12.1954, Page 22

Ljósberinn - 01.12.1954, Page 22
130 LJOSBERINN U- ÓOCjlA Þegar fyrst var flogið yflr Erroasund Ída (clvu' (Sjarnaien enduriaacÍL Áður hefur, hér í Ljósberanum, verið sagt frá tilraunum þeirra Wright bræðra við byggingu flugvélar, er hefði sæmilega flug- eiginleika, og frá því, er þeim tókst það. Með æfingunni gekk þeim flugið betur og betur, og smám saman endurbættu þeir flug- vél sína, er þeir öðluðust meiri reynslu í þeim efnum. Þeir tóku þá að sýna flug sitt á ýmsum stöðum í Ameríku og Evrópu, og urðu þær flugsýningar til þess að áhuginn á flugi greip nú fleiri og fleiri unga menn um heim allan. ■jc Frumstæðar vélar Þessir áhugamenn gerðu tilraunir með flug, og var í flestum tilfellum notazt við heimagerðar flugvélar, sem voru nær því eins mismunandi að gerð og útliti og menn- irnir voru margir. varir hennar, og hún beygði höfuðið í bæn og þakkargjörð. Síðan stóð hún hljóðlega upp, gekk til fröken Fraser og spurði: — Fröken Fraser, má ég útbýta gjöfum mínum nú? — Gjöfum þínum, hvað átt þú við, var það ekki brúða? spurði forstöðukonan undr- andi? — Nei, fröken Fraser, ég þurfti ekki brúðu. Ég á eina. En sjáðu þessar greiður. Ég er viss um, að þær nægja handa öllum börn- unum, og kennurunum og einnig handa Chang gamla. í gegn um gleðitár leit fröken Fraser á fulla öskju af greiðum í öllum regnbogans litum, gular, rauðar, grænar og bláar. Su Ling byrjaði að útbýta gjöfunum og rétti hverjum eina greiðu. Hvílik hrifning. Hreyflarnir voru einnig mjög svo frum- stæðir. Það var talið sérstakt fyrirbæri, ef hreyfill í þessum vélum gekk lengur en 15 mínútur án þess að stanza. Þess vegna voru eins og gefur að skilja, ekki farin nein lang- flug, og menn héldu sig að mestu leyti yfir þurru landi, því að enginn vissi, hvenær lenda þyrfti í flýti, til að gera við eitt og annað, er aflaga fór. Þessar lendingar tókust ekki alltaf vel, flugvélarnar brotnuðu og flug- mennirnir meiddust. Stórslys urðu þó alls ekki eins oft og menn gætu haldið, þegar litið er á hinar ófullkomnu flugvélar, sem flogið var á í þá daga. Þær voru sem sé afar hægfara og hjálpaði það mikið til við, að slysin urðu ekki ætíð hættuleg. Einna fremstur í hópi þessara nýbökuðu flugmanna var Frakkinn Louis Bleriot, er tók sér snemma fyrir hendur að smíða sér flug- vél. Fyrsta flugvél hans var þannig gerð, að hún baðaði vængjunum, eins og fugl. — Stærsti galli þessarar flugvélar var sá, að Og þegar Chang gamli fékk sína greiðu, þá stóð hann upp og greiddi hár sitt svo ein- kennilega, að öll börnin fóru að skellihlæja. Allt næsta ár, þegar hrísgrjónin voru á þrotum eða annað varð til þess að valda á- hyggjum, þá þurfti ekki annað en að ein- hver segði: — Mannstu greiðurnar, og allar áhyggjur voru um leið á bak og burt, því að sá Guð, sem gat gert þetta, sem hann gerði fyrir Su Ling, gat áreiðanlega einnig leyst annan vanda. En það', sem barnið vis$i ekki var, að í mistökum hafði stúlka ein í Ameríku haft skipti á tveim bögglum. En Guði urðu engin mistök á, þegar hann sá svo um, að askjan með marglituðu greiðunum var send til Su Ling í Shanghai. Guð vissi, hvað senda skyldi.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.