Ljósberinn - 01.12.1954, Page 23
ljdsberinn
131
hún gat ekki flogið! Er hinum stóru vængj-
um hennar var baðað upp og niður, voru
átökin svo mikil, að hún liðaðist sundur, og
gafst Bleriot fljótlega upp á þessari tegund
flugvéla.
Flugvélasmíði Bleriots
Næst byggði hann sér tvíþekju. Reyndi
hann fyrst að ná henni til flugs af vatni, en
það tókst ekki, hvernig sem hann reyndi.
Var það eflaust því að kenna, að hreyfillinn
var of kraftlítill, og vatnið veitti of mikla
mótstöðu. Þegar Bleriot mistókst að ná vél-
inni til flugs af vatni, þá hugsaði hann sem
svo, að það hlyti að takast af landi. Hann
setti því hjól undir vélina, og nú tókst allt
betur, vélin flaug.
Hann reyndi margar aðrar tegundir af
flugvélum og tókst einnig að koma þeim
á loft, en sá galli var á gjöf Njarðar, að
þessar flugvélar brotnuðu undantekningar-
lítið í fyrstu lendingunum. En Bleriot hélt
áfram að byggja og brjóta, og fékk hann
brátt það orð á sig, að hann væri sá flug-
maður, sem hefði eyðilagt flestar flugvélar
af samtíðarmönnum sínum.
•fc Áræði Bleriots
Bleriot hugsaði sem svo: Sá maður, sem er
kaldur og rólegur, þegar hættan steðjar að í
flugvél, hefur miklar líkur til að komast lif-
andi af. Það ríður á að hugsa aðeins um að
bjarga sjálfum sér, en ekki flugvélinni, það
þýðir ekkert að reyna að bjarga hvoru-
tveggja.
Eitt sinn, er hann varð að nauðlenda við
erfiðar aðstæður, stökk hann upp á vænginn,
um leið og flugvélin snerti jörð. Þetta voru
síðustu forvöð, því að vélin brotnaði í spón, en
Bleriot skreið ómeiddur út úr brakinu.
Er Bleriot hafði byggt og eyðilagt 10 flug-
vélar, var hann kominn í fjárþröng. Hafði
þetta kostað hann sem svaraði hátt á aðra
milljón íslenzkra króna, og var nú farið að
minnka ískyggilega mikið í peningakassanum.
Það, sem hafði hjáipað honum hingað til voru
peningar, er hann hafði fengið fyrir upp-
götvun nokkra, er hann hafði gert endur fyrir
löngu.
Nú voru góð ráð dýr. Þá var það, árið
1909, að enska blaðið Daily Mail hét hverj-
um þeim manni, í verðlaunum upphæð,
sem svarar til tæpum sjötíu þúsund íslenzkra
króna, er fyrstum tækist að fljúga yfir Erma-
sund. Þarna sá Bleriot sér færi á að ná í pen-
inga til þess að geta haldið áfram tilraunum
sínum,og einsetti hann sér nú að vinna verð-
launin.
Hann byrjaði umsvifalaust að búa sig undir
þrekraunina, og er hann þóttist vera tilbúinn,
ákvað hann að leggja af stað.
Keppinautur
En brezkur maður, að nafni Hubert Lath-
am, hafði fengið sömu flugu í höfuðið, og það
sem verra var, honum hafði dottið þetta í
hug á undan Bleriot.
Hin 19. júlí 1909 hóf Latham sig til flugs
frá hömrunum við Calais í Frakklandi, og
brátt sveif hann yfir sundið í 125 metra hæð.
Þessi flugferð varð þó ekki löng. Er hann
ætlaði að hækka flugið skömmu seinna, bilaði
hreyfillinn, svo að hann varð að nauðlenda á
sjónum.
Hubert Latham var rólegur náungi og
lenti prýðilega á sjónum. Þegar fylgdarbátur
hans kom á staðinn til að bjarga honum, sat
hann rólegur ofan á flugvélinni, sem maraði
hálf i kafi. Hann hafði dregið undir sig
fæturna svo, að hann vöknaði ekki. Þarna sat
hann og reyndi að hugsa upp ráð til að ná
í aðra flugvél sem fyrst, svo að hann gæti
reynt aftur.
Lagt af stað
Tveimur dögum eftir að þetta gerðist, kom
Bleriot til Cal-ais. Hann lagði samt ekki strax
af stað yfir sundið. Hann dvaldi í Calais
nokkra daga, athugaði veðurfar allt og beið
hentugs veðurs til flugsins.
Hinn 25. júlí ákvað Bleriot loks að halda
af stað. Við sólarupprás kvaddi hann konu
sína, setti hreyfilinn í gang og hóf sig til