Ljósberinn - 01.12.1954, Qupperneq 24

Ljósberinn - 01.12.1954, Qupperneq 24
132 LJDSBERINN flugs. Hann var glaður og ánægður, þrátt fyrir það, að hann hafði meitt sig í fæti skömmu áður, og þau meiðsli háðu honum nokkuð. í fyrstu stýrði hann eftir reyknum úr bátnum „Escopette“, sem átti að koma hon- um til hjálpar, ef eitthvað út af brygði, en báturinn hafði lagt af stað nokkru áður. Hann flaug brátt yfir bátinn, og eftir það hafði hann ekkert til að stýra eftir, því að áttavita hafði hann ekki í flugvél sinni. Hann sagði sjálfur frá því síðar, að það hefði verið undarleg tilfinning, sem gagntók hann, er hann áttaði sig á því, að þarna var hann aleinn, langt yfir hafi og jörðu, og hafði ekkert til að segja sér til um, hvert stefna skyldi. Þá tók hann það ráð, að láta flug- vélina ráða stefnunni, „og fylgdist svo bara sjálfur með“, eins og hann sjálfur sagði. Hætta á ferðum En allt í einu byrjaði að rigna og skyggnið varð lélegt. Flugvélin hentist til og frá, og fór nú Bleriot að búast við því, að hann þyrfti þá og þegar að nauðlenda á sjónum. Eftir tuttugu mínútna flug sá hann þó loksins hylla undir ensku ströndina, en stað- urinn, sem hann kom að, var ekki sá, sem honum var ætlað að lenda á. Hann áttaði sig þó fljótlega, og eftir nokkrar mínútur flaug hann inn yfir Dover. Þar nálægt hafði hon- um verið ætlað að lenda. Hann lenti samt ekki á flugvellinum, sem honum var ætlaður, heldur á litlu túni þar skammt frá. -^- Lendingin Lendingin gekk ekki sem bezt. Um leið og hjólin snertu jörð, rákust þau í eitthvað hart, hjólgrindin brotnaði og flugvélin hentist í loftköstum eftir túninu, en nam að lokum staðar — á réttum kili. Bleriot sat um stund grafkyrr í vélinni, ómeiddur. Það var kalt í veðri, en það fann hann ekki, hann var kófsveittur. Loks klifraði hann út úr vélinni og leit í kring um sig. Ekki var nokkur maður sjáanlegur, enginn, sem hafði séð þennan einstæða atburð veraldarsögunnar. Fólk hafði sem sé safnazt saman, þar sem Bleriot hafði upphaflega verið ætlað að lenda. Brátt kom þó í ljós enskur lögregluþjónn og í fylgd með honum aðrir þeir, sem komnir voru til að taka á móti Bleriot. Allir voru yfir sig hrifnir af afreki hans, en þó má segja, að kona hans hafi verið ánægðust yfir því, að honum tókst þetta slysalaust. Flug Lathams Einn maður var þó ekki hrifinn. Það var Latham. Hann hafði ætlað sér að leggja af stað aftur einmitt þennan sama morgun í nýrri flugvél. Hann svaf yfir sig, og varð það nóg til þess, að Bleriot komst af stað á undan honum. Þegar Latham ætlaði svo loks að hefja sig til flugs, hafði hvesst svo mikið, að flugvél hans feyktist um koll. Þá var ekkert annað að gera en bíða. Bleriot bauðst til að skipta með honum verðlaunafénu, ef honum tækist líka að kom- ast yfir sundið. Tveimur dögum seinna reyndi svo Latham aftur. Allt gekk vel til í fyrstu, en hann átti aðeins nokkra kílómetra eftir að ensku ströndinni, er hreyfillinn stöðvaðist og varð þá enn einu sinni að draga hann upp úr sjónum. Verðlaunin. Bleriot sá nú ekkert því til fyrirstöðu að taka á móti öllu verðlaunafénu, sem nam allt að 280.000 krónum. Voru það tæpar 70.000 kr. er blaðið Daily Mail hafði heitið, rúmar 100.000 kr., sem heitið hafði verið að verðlaunum í Frakklandi og auk þess smærri upphæðir. Mega þetta kallast góð laun fyrir liðlega tuttugu mínútna flug, og skal þó ekki gleyma ýmsum heiðursmerkjum, er hann fékk einnig. Eftir þetta snéri Bleriot sér í alvöru að því að byggja flugvélar, og urðu flugvélar hans brátt heimsþekktar. Á árunum 1909 til 1914 byggði hann hvorki meira né minna en átta hundruð flugvélar af ýmsum gerðum. Hann setti einnig á stofn flugskóla, sem blómgaðist og stækkaði, og varð sá skóli brátt heimsfrægur. -------□-------

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.