Ljósberinn - 01.12.1954, Qupperneq 25

Ljósberinn - 01.12.1954, Qupperneq 25
#/«* i i im Í etj t feröalag □ ÖMLIL J□ LASAGA EFTIR AXEL BRÆMER Það voru erfiðir tímar fyrir Kaupmanna- hafnarbúa um jólaleytið 1658, því að sænski konungurinn Karl Gústaf hafði ásamt her sínum setið um borgina í fjóra mánuði. En Friðrik 3. Danakonungur haf.ði svarið að falla heldur en að gefast upp. Jafnvel sjálft jólakvöldið gerðu Svíar sýndarárás yfir ísilagðar virkisgrafirnar, sem olli því, að menn urðu að vera undir vopnum sjálfa jólanóttina, og margir neyttu jóla- matarins í virkisgröfunum. Nokkru áður en sýndarárás Svíanna byrjaði, lét drengur nokkur sig renna til jarðar frá útvirki því á víggirðingunni, sem kallaðist Rósenborgarvígið. Hann læddist með var- færni í áttina til sænsku framlínunnar. Drengurinn hét Daníel, og var í vinnu hjá Níelsen ferjumanni við Ulfeldtstorg. Hann hafði fengið boð um það frá dönskum njósn- ara, Seidelin að nafni, að móðir hans lægi hættulega veik heima í Mörkhöj, og nú ætlaði hann að reyna að sleppa í gegn um fylkingar óvinaliðsins og ná heim, til þess að sjá móð- ur sína einu sinni enn. Nóttin var dimm, og það var nístingskalt. Daníel læddist út fyrir varðelda Svíanna og slapp heilu og höldnu í gegn um fremstu framvarðalínuna. í stórum krókum hélt hann áfram í norðaustur, og hann komst óséður yfir Brönshæð, þar sem sænski konungurinn hafði aðalstöðvarnar, og beindi þá ferð sinni í áttina til Mörkhöj. Að lokum hélt hann, að hann væri kominn yfir það versta. Þá var líka komið miðnætti, og hann var dauðþreyttur. Hann gekk þó hughraustur áfram. Það komst aðeins ein hugsun að hjá honum, og það var að komast heim til veikrar móður sinnar. Skyndilega gekk sænskur hermaður fram undan tré, þar sem hann hafði staðið í felum. — Hver er þar? hrópaði hann, stanz eða ég hleypi af. Daníel heyrði smella í byssulás. Hann snerist á flótta, en of seint. í sama vettvangi greip varðmaðurinn hann og hélt honum föstum. Rétt í því dró ský frá tunglinu. — Þetta er þá aðeins drengsnáði, tautaði Svíinn undrandi, hvað ert þú að gera hér? — Ó, lofaðu mér að fara í friði, bað Daníel hræddur, ég ætlaði aðeins heim til mömmu, sem er veik heima í Mörkhöj. — Það geta allir sagt, sagði hermaðurinn reiður, hvaðan kemur þú? — Frá Kaupmannahöfn. — Frá hinni umsetnu borg, sagði Svíinn forviða, hvernig gaztu sloppið gegnum framvarðasveitir okkar? — Með Guðs hjálp. Og ég er þess fullviss, að ég hefði ekki lagt út í þetta, ef það hefði ekki verið vegna mömmu. Ég fékk að vita að hún er veik og þráir að sjá mig.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.