Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 29

Ljósberinn - 01.12.1954, Blaðsíða 29
LJDSBERINN 137 Jesús kallar, komið fljótt, komið, enn þarf margt að lœra. Bráðum kemur niðcLimm nótt, nú skín okkur sólin skœra. Meðan Ijómar Ijósið bjarta, lofum Guð með tungu, af hjarta. Engum gleymir elska hans eins hann stóra og smáa leiðir og með krafti kœrleikans, kvíða og sorgum meina eyðir. Biðjum, þökkum, brosum, grátum. Blessun Drottins ávallt játum. Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði. neitt á lögreglustöðinni í morgun, svo að ég fékk skipun um að fara hingað með hann til þess að komast eftir, hvort nokkru hefði verið stolið. Við vorum einmitt komnir hérna að dyrunum, þegar þessi maður kom út og datt um drenginn. — Já, einhverju hefir verið stolið hér, en ég held, að drengurinn hafi ekki gert það. Ég ákæri skrifstofumanninn hérna, Oko, um þjófnaðinn, og aðalvitnið er þessi drengur hérna, Femi — en hvar er Femi? — Þarna er hann, sagði Jakob og benti í áttina að brunninum. Allt, sem sjáanlegt var af Femi, voru buxnaræflarnir og mjóir fótleggir, sem enduðu á rauðleitum iljum. Hitt var niðri í brunninum. Jakob og Ali hlupu til hans, hinir fylgdu á eftir. Lögregluþjónninn hélt Oko enn föstum. Drengirnir störðu einnig niður í brunninn, sinn hvorum megin við Femi. — Það er hola inn í þessa hlið, sagði Femi, hann gat varla andað, þar sem höfuðið hékk svona niður. — Haldið í fæturna á mér, svo að ég detti ekki niður í hann. Jakob og Ali tóku hvor í sinn fót, og þeir sáu, sér til mikillar hrifningar, hvernig Femi rótaði upp holu, sem falin var undir brunn- hlemminum. Allmikið af mold féll niður í vatnið fyrir neðan þá, er hann dró út stóra böggulinn, en hann hélt honurn föstum með báðum höndum og mjakaði sér aftur á bak, þangað til hann lá á hnjánum fyrir framan brunninn. Hann lagði böggulinn á jörðina og stóð á fætur, um leið og hann þurrkaði af óhreinum höndunum á buxunum sín- um. Osanyin beygði sig niður og opnaði bögg-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.