Ljósberinn - 01.12.1954, Side 30
138
LJDSBERINN
ulinn, og þar fann hann skyrtur, treyjur,
þrjá kyndla og marga aðra smáhluti.
— Já, sagði forstjórinn, ég held, að þetta
sé okkar eign. Ég er að minnsta kosti viss
um skyrturnar, og hina hlutina getum við
rannsakað bráðlega. Það er bezt, að þér
farið með manninn til lögreglustöðvarinn-
ar.
— Drengurinn verður líka að koma með
aftur, sagði lögregluþjónninn. — Hann er
ekki útskrifaður.
— Það er bezt, að við förum þangað allir,
sagði forstjórinn, því að allir drengirnir þrír
hafa eitthvað að segja. Þið, drengirnir þrír,
getið farið fótgangandi, og við hinir ökum í
bílnum mínum. Er það í lagi? spurði hann
lögregluþjóninn.
— Já, ef dregnirnir koma, svaraði hann.
— Ég skal koma, sagði Ali glaður. — Ég
lofa því, að ég skal koma.
Lögregluþjónninn kinkaði kolli og tók Oko
með sér inn í bílinn. Forstjórinn kom á eftir.
Oko sagði ekkert, en hann leit reiðilega til
Femis, áður en þeir óku af stað.
Osanyin horfði á drengina þrjá og brosti
til þeirra. Þeir voru allir mjög illa til fara.
Jakob var með bólgna vör, Ali var allur
rykugur eftir áreksturinn við Oko, og Femi
var óhreinn eftir brunninn. En þeir voru
mjög ánægður með sjálfa sig og brostu aftur
á móti, svo að skein í hvítar tennurnar í
svörtum andlitunum.
— Það lítur út fyrir, að ég muni missa þig
bráðlega, Jakob, sagði Osanyin. — Ég geri
ráð fyrir, að þú viljir nú heldur vera með
bróður þínum.
Jakob kinkaði kolli. Hann var allt of glað-
ur til þess að geta sagt nokkuð.
— En þú þá, Femi, mundi þig langa til
þess að koma og búa með mér og Ali í stað-
inn?
— Ó, já, sagði Femi. — Kæra þökk fyrir!
— Við erum tilbúnir, Osanyin, hrópaði
forstjórinn. Osanyin kinkaði kolli til Femis
og gekk að bílnum og tók um leið upp
böggulinn með þýfinu.
— Við getum tekið hann með, sagði Jakob.
— Nei, það er bezt, að við tökum hann
með í bílnum — þið verðið að flýta ykkur,
svaraði Osanyin, er hann gekk frá þeim.
Drengirnir þrír horfðu á eftir bílnum, er
Fyrir mörgum árum bjó guðrækin ekkja í
stóru þorpi uppi í sveit. Hún átti fyrir
þremur börnum að sjá, tveimur drengjum
og einni stúlku. Meðan maðurinn hennar var
á lífi, átti hún góða daga; þau bjuggu við
ágæt efni, í ljómandi fallegu húsi, og kring-
um það lágu frjósamir matjurtagarðar. En
þegar maður hennar dó, þá skipti nú heldur
um til hins verra; allar eigur þeirra, og
húsið með, var tekið upp í skuldir og hrökk
ekki til. Þau höfðu ekki búið að sínu, heldur
annarra, og það fer aldrei vel, því allt af
kemur að skuldadögunum.
Ekkjan varð nú að hverfa frá öllu, húsi
og fögrum görðum, og dýrlegum húsbúnaði,
og setjast að í sveitaþorpinu. En hún bar
þessar raunir sínar og vonbrigði með þögn
og þolinmæði, því að hún vissi á hvern hún
trúði, og hafði löngum sagt, að auðurinn
væri valtastur vina. Oft lá nærri, að hún
kæmist í bjargarþrot með börnin, en þegar
neyðin var hæzt, þá var hjálp Drottins allt
af næst. Þegar hún kom til vina sinna eða
þeir til hennar, þá hafði hún allt af nógar
sögur að segja frá því, hvernig Drottinn
hefði hjálpað henni með ýmsu móti.
Einu sinni leið að jólum. Pétur litli, yngsti
sonur ekkjunnar, gekk í skóla, og í skólan-
um heyrði hann stallbræður sína tala margt
um Drottinn Jesúm Krist, og að þeir byggjust
við að hann gæfi þeim eitthvað gott og
fallegt á jólunum og um þær gjafir voru
hann ók hægt niður eftir mjóum stígnum og
sneri inn á veginn.
— Bíðið þið svolítið, sagði Femi. Hann
hljóp inn í húsið og kom aftur með Biblíu
Jakobs. Og síðan gengu drengirnir þrír, með
Jakob í miðið, mjög hamingjusamir niður
eftir veginum og töluðu hver í kapp við
annan.
ENDIR.
------□-------