Ljósberinn - 01.12.1954, Page 31
LJDSBERINN
þeir sí og æ að tala. Nóg var tilhlökkunar-
efnið, mikil tilhlökkunargleðin hjá þeim.
Einu sinni kemur Pétur heim og roðnuðu
venju framar rósir á vöngum. Hann þaut í
fangið á mömmu sinni og lagði hendurnar
um hálsinn á henni og sagði: — Mamma,
kemur Jesús ekki líka til okkar? Fáum við
ekki líka eitthvað fallegt í jólagjöf hjá hon-
um.
Mamma hans klappaði blítt á glókollinn
á honum og svaraði með tárin í augunum:
— Ég held hann komi ekki með neinar
þesskonar gjafir í þetta skipti.
— Jæja, sagði Pétur litli, ég ætla þá að
biðja hann um að gera það. Ég ætla að
skrifa honum, þá kemur hann áreiðanlega.
Og Pétur litli lét það verða meira en orðin
tóm. Hann settist niður og skrifaði bréfið og
utanáskriftin var svolátandi: — Til elsku
jólabarnsins á himnum, og svo fór hann
með bréfið og stakk því í næstu pósthirzlu.
Mamma hans hugsaði með sér, að Guð
mundi ekki misvirða þetta einlæga trúnaðar-
traust litla drengsins síns.
Um kvöldið voru bréfin tekin úr hirzlunni
og borin inn í póststofuna. Þar voru þau lesin
sundur, eins og lög gera ráð fyrir, til þess að
hægt væri að bera þau þangað, sem þau
ættu að fara. En þá varð heldur glatt á hjalla
hjá póstþjónunum.
Bréfhirðingamaðurinn tók eftir þessu og
spurði, hvernig á þessari kátínu stæði. Þeir
réttu honum þá bréf Péturs litla og spurðu
hlæjandi, hvernig þeir ættu að koma því til
skila. Bréfhirðingamaðurinn reif upp bréfið
og las það. Það var svolátandi:
Elsku jólabarn!
Mamma mín segir, að þú komir víst ekki til
okkar þetta árið. En ég ætla að biðja þig sem
innilegast að koma til okkar og hafa þá með
þér fallegt og nýtt spjald og skrifbækur, og
þú mátt líka koma með jólaköku og fáeinar
hnetur. Mér þykir undur vænt um þig og ég
ætla alltaf að vera hlýðinn drengur.
Þinn
P é t u r.
Það var auðséð að bréfhirðirinn komst við
af þessu bréfi, tár komu fram í augu hans.
Hann braut bréfið saman aftur og sagði:
139
— Ég verð að hafa upp á þessum Pétri
litla.
Þegar lokið var starfi á bréfhirðingunni
um kvöldið, þá gekk bréfhirðir til kvöld-
verðar með nokkrum vinum sínum, eins og
hann var vanur. Hann sagði þeim frá bréfi
Péturs litla og mælti síðan:
— Ég vildi gefa fimm krónur hverjum
þeim, sem vissi, hvar þessi drengur á heima.
Einn af þeim, sem viðstaddir voru, þekti
móður Péturs og hagi hennar og gizkaði á,
að vel gæti verið, að þetta væri yngsti sonur
hennar, hann hét Pétur.
Bréfhirðir fór eftir þessu og það stóð
heima; það var einmitt sá litli Pétur, sem
bréfið hafði skrifað og sent.
Nú kom aðfangadagskvöldið. Móðir Péturs
var búin að skreyta ofurlítið jólatré og undir
því lá dálítið af fátæklegum fatnaði, sem hún
ætlaði að gefa börnunum. En gleði Guðs og
friður fyllti hjarta hennar, þegar hún fór að
segja börnunum frá jólagleðinni miklu. Ó,
hvað augu mömmu ljómuðu þá! Síðan settust
þau að kvöldverði.
Þá rættist líka bókstaflega, að því er börn-
in snerti, það sem skáldið kvað um móður
sína:
Mamma settist sjálf við okkar borð,
sjáið, enn þá man ég hennar orð;
Þessi ljós, sem gleðja okkar geð,
Guð hefur kveikt, svo dýrð hans gætuð séð;
jólagleðin ljúfa lausnarans,
leiðir okkur nú að jötu hans.
Síðan hóf hún heilög sagnamál,
himnesk birta skein í okkar sál.
Aldrei skyn né skilningskraftur minn
skildi betur jólaboðskapinn.
En er lokið var máltíðinni, þá var drepið á
dyrnar. Gamla og dygga vinnukonan hennar
mömmu kom inn og bar stóra körfu á hand-
leggnum, og var hvítt lín breitt yfir hana.
Það kom einhver maður með hana, sem hvarf
óðara, er hann hafði skilað henni. Hann var
ekki að segja frá því hver hann væri eða
hver hefði sent hann.
Pétur litli var fullur eftirvæntingu allan
aðfangadaginn. Hann sagði aftur og aftur
við mömmu sína:
Framh. á bls. 142.