Ljósberinn - 01.12.1954, Page 34

Ljósberinn - 01.12.1954, Page 34
142 LJÖSSERINN LJÓSBERINN _____________________________ Barna- og unglingablað með myndum. — Útgefandi Bókagerðin Lilja, — Ritstjóri Ástráður Sigursteindórsson, kennari. — Utanáskrift: Ljósberinn, Pósth. 276, Rvík. Áskriftarsími 7811. Kemur út sem svarar 12 siðu blaði á mánuði, þar af tvöfalt sumarblað og þrefalt jóla- blað. Áskriftargjald kr. 20.00. Gjalddagi 15. apríl. Prentaður í Félagsprentsmiðjunni h.f. □--------------------------------------□ ♦ SVÖIt OG FLEIRA ♦ SVÖR VIÐ HEILABROTUM í SÍÐASTA BLAÐI Þekkirðu konurnar? 1. Rebekka (I. Mós. 24,19), 2. Mirjam (II. Mós. 15,21), 3. Rut (Rut 1,16.), 4. Hanna (I. Sam. 1,27.-28.), 5. Drottn- ingin af Saba (I. Kon. 10,7.), 6. Ekkjan í Zarpat (Kon. 17,24). Gáfnapróf: 1. Inn í miðjan skóginn, 2. blaut- ir, 3. þrjú, 4. rani-krani, 5. hinn helmingurinn, 6. enginn, 7. tólf, 8. það voru faðir, sonur og sonarsonur, 9. leðurblaka verpir ekki eggjum, 10. af því að þær eru fastar á fuglum. SVÖR VIÐ HEILABROTUM Á BLS. 142. Veiztu petta? Svörin getur þú fundið sjálfur með því, að fletta upp í Nýja testamentinu eins og hér segir: 1. Matt. 1,21., 2. Lúk. 1,37., 3. Lúk. 1,80., 4. Lúk. 2,30., 5. Lúk. 1,46. Hve gömul er Anna? Þegar Georg var eins árs, hlýtur Anna að hafa verið fjögurra ára. Hún varð þá tvisvar sinnum eldri en Georg, þegar hann var þriggja ára. Þá er hún sex ára. Krossgáta: Lóðrétt: 1. ær, 2. sal, 3. aska, 4. Óli, 6. afi, 7. 11, 8. tá, 10. ró. Lárétt: 1. æska, 4. óra, 5. lak, 7. lít, 9. far, 11. Áki. ★ ★ ★ Er maðurinn skapaður fyrir tóbak? Allir vita að tóbaksneyzla er mjög skaðleg, einkum fyrir unglinga. Eitt sinn mun George Williams, stofnandi K.F.U.M., hafa sagt, að Guð mundi hafa skap- að manninn með nasirnar upp, ef hann hefði ætlað honum að taka í nefið og með reykháf upp úr höfðinu, ef hann hefði ætlað honum að reykja! ★ ★ ★ Grobbinn skipstjóri: Hvort ég hafi nokkurn tíma verið með skipi, sem hefur farizt? Já, það held ég nú! Þegar ég var ungur og sigldi með kútter Önnu, fórumst við þetta einu sinni í mánuði, stundum var okkur bjargað, nú, og stundum ekki..... ★ ★ ★ Jón Helgason, Bergstaðastræti 27, Rvík, fyrrverandi ritstjóri Lljósberans óskar eftir að kaupa 4. og 5. árgang blaðsins. Jólabréf Péturs litla — Framh. af bls. 139. — Mamma, þú skalt nú fá að sjá það, að jólabarnið kemur með eitthvað handa mér. Ég skrifaði því, eins og þú mannst. Móðir Péturs varð alveg forviða er hún tók lokið af körfunni. Ofan á í körfunni lá stórt blað og á það var skrifað: — Til Péturs litla frá jólabarninu. Pétur æpti upp yfir sig af fögnuði, klappaði saman lófunum og hrópaði aftur og aftur: — Ó, elsku góða jólabarn! Sko! mamma! það hefir þá fengið bréfið frá mér. Marg- falda, margfalda þökk, kæri herra Jesú! Nú var farið að taka upp úr körfunni. Fyrst kom gullfallegt spjald og skrifbækur og jólabækur, eins og Pétur hafði beðið um. En það var heldur meira. Þá kom ljómandi falleg myndabók, efni í föt handa þeim bræðrum, Pétri og Alfreð, skrautbúin brúða handa Ellu litlu systur þeirra, þrjú pund af súkkulaði og margskonar góðgæti. Móðir þeirra lagði nú loks körfuna frá sér. Hjarta hennar var fullt af þakklátssemi og bæn til Guðs. En þá varð henni enn litið niður í körfuna, og sá hún þá skrautlegt um- slag á körfubotninum, og utan á það var skrifað: — Til móður Péturs litla frá jólabarninu. í umslagið höfðu verið lagðar 300 krónur í seðlum. En þetta var ekki í síðasta skiptið, sem hinni fátæku ekkju gafst tilefni til að þakka Guði fyrir dásamlega hjálp í neyð og vanda. Það var meðal annars eitt þakkarefnið, að börnin hennar öll urðu henni til gleði, og Pétur varð sérstaklega góður og mikill mað- ur, því að hann elskaði Jesú til æviloka. Hvert einasta barn sem elskar Jesúm, verð- ur foreldrum sínum til gleði. Verði þér eins og þú trúir. Munðið hina stórfeldu verðlœkkun á barna- bókum, sem auglýst var í októberblaðinu.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.