Ljósberinn - 01.09.1957, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 01.09.1957, Blaðsíða 2
Verksmiðjustúlkan, sem fór til Afríku + Myndasap um Mary Slessor + 6 Mary var að því kominn að missa kjarkinn, er hún kom inn í dimman og leyndardómsfullan skógin. Hún gat varla bært var- irnar til bænar. Hún gat að- eins beint sjónum sínum til himins og hvíslað: ,,Faðir“. Þá hélt hún hugrökk áfram. Ellefu ára snáði gekk fyrstur og bar kassa á höfðinu, þá kom átta ára snáði, fimm ára og þriggja ára. Síðast kom Mary og hélt á bögli í annarri hendi en studdi lítin króa á herðum sér með hinni. Loks komu þau til þorps- ins, en þar ríkti dauða kyrrð. Er Mary hrópaði, kom i ljós svartir þrælar og sögðu, að móðir höfðingjans væri dáin og allir þorpsbúar hefðu farið til jarðarfararinnar. Rétt á eftir að Mary kom til þorpsins, kom Bishop og skýrði frá því, að burðarkarlarnir þættust vera uppgefnir og vildu ekki bera meira fyrr en næsta dag. Þá sýndi Mary, að hún var hvergi smeyk. Hún skipaði Bishop að safna saman þeim þrælum, sem eftir væru og senda þá á eftir sér. Síðan fór hún af stað í gegnum dimman skóginn niður að áni. Hún óð út í bátinn og vakti burðarkarlana. Leið nú ekki á löngu unz haldið var áfram að koma farangrinum á sinn stað. Mary lét brátt til sín taka á meðal þorpsbúa. Hún skarst i leikinn, er þorpsbúar ætluðu að lífláta fanga, sem hún vissi að var saklaus. Þorps- búar urðu æfir og hófu byssur og spjót á loft gegn henni. Hún lét sér ekki bregða og íékk sitt fram. Maðurinn var ekki líflát- inn, en í þess stað var hann barinn miskunnarlaust. Svona var grimmd heiðingjanna. 90 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.