Ljósberinn - 01.09.1957, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.09.1957, Blaðsíða 7
Dýrasögur barnanna: Grísaþvottur Pétur grisapabbi var búinn að missa konuna sína. Hann vissi ekki almennilega hvernig það vildi til, en einn morgun- inn, þegar hann vaknaði, seint eins og vant var, var hún horfin. Það var erfitt fyrir Pétur þótt myndarlegur væri að vera einn eftir með fimm unga grísi og eiga að ala þá sómasamlega upp. Hann gat kvorki eldað hafragraut né haldið svína- stíunni hreinni. Hann varð að því að fá einhverja aðstoð. Þá setti Pétur auglýsingu i grísarblaðið og þar stóð: Ég óska eftir aðstoð við húsverkin. Hún verður að vera ung og fögur, blíðlynd, sparsöm og þolinmóð við að ala upp fimm unga grísi. Kýrin Skjalda stóð úti í garði og var að hengja upp þvott, þegar pósturinn kom með blaðið. Hún las auglýsinguna og rak upp skellihlátur. — Nei, nú dámar mér ekki! Haldið þér Pétur minn, að til sé nokkurt svín í öllu landinu, sem gætt sé öllum þessum kost- um. — Það er ekki vís.t, svaraði Pétur hæglátlega, en það þarf nú ef til vill ekki allar þessar dyggðir. Ég mundi gera mig ánægða með minna! Loks kom ein, sem sótti um stöðina. Það var gömul og ljót gylta. Hún kom með hjólbörur fullar af hafragraut. Hún barði að dyrum og sagðist heita Soffía. — Ég er nýja ráðskonan þín, L J ÓSBERINN sagði hún, ég er hvorki ung né falleg, en ég get eldað hafra- graut bæði með kekkjum og án kekkja. Soffía lét móðan mása, svo að Pétur komst ekki að. Hún sagði, að sér þætti svo gaman að litlum grísum og hefði nú aldeilis gott lag á þeim, hann skyldi bara bíða og sjá. Hún labbaði út í garðinn, tók í halana á grísunum, batt þá alla saman og tók svo garð- slönguna og lét þá fá ískalt bað. Ungarnir skríktu og hlógu, því þeim þótti gott að vera baðaðir, svona stundum. Þegar Pétur kom út í gættina, fékk hann líka steypubað, sem sagði sex, og þess þurfti hann sann- arlega með. Hann skipti bók- staflega litum. Það var engum blöðum um það að fletta, að Soffía var ráð- in þegar í stað. Hún kunni lagið á grísunum, og hún var kát og skemmtileg. En hafragraut kunni hún ekki að elda, og Pétur lifði það aldrei að fá hann. Það gerði nú ekkert til, því að hundurinn og kötturinn á bæn- um fengu þeim mun meira af graut, og þeim þótti hann líka góður! 95

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.