Ljósberinn - 01.03.1960, Page 3

Ljósberinn - 01.03.1960, Page 3
W. árg2. tbl. Mjcsberinn Marz 1960. Jnclíánaóac^a firá lílflinneóota ÚVENJULEG HETJUDÁÐ í ársbyrjun 1860 settist Leroy Ward að sem landnemi í Minnesotafylki. Með honum kom fjölskylda hans, tvær dætur og þrír synir. Indíánarnir, sem þar bjuggu fyrir, litu land- nemana óhýrum augum. I augum þeirra voru landnemarnir óvinir, sem ásældust lönd þeirra. Þrisvar sinnum varð Ward fyrir árás- um Indíánanna. Honum tókst með hreysti og karlmennsk'u að hrinda árásunum, og eftir það fékk hann að vera óáreittur. í þriðja skiptið var reyndar ekki um eigin- lega árás að ræða. Vordag nokkurn voru synir Wards að vinna í kartöflugarðinum. Þá komu þar að þrír ungir Indíánar, þeysandi á gæðingum sín- um. Þeir létu all ófriðlega og skoruðu bræð- urna á hólm. Það var auðséð, að þarna voru á ferð ungir höfðingjasynir, sem ætluðu sér að vinna eitthvert frægðarverk. Ungu land- nemarnir svöruðu því til, að þeir óskuðu ekki eftir fjandskap við þá, en hins vegar væru þeir hvergi smeykir. Báðir flokkarnir köstuðu sér flötum á jörð- ina og áköf skothríð hófst. Bardaginn stóð nokkrar mínútur. Þá lögðu Indíánarnir allt í einu á flótta. En þeir voru ekki nema tveir. Sá þriðji var fallinn. Bræðurnir hirtu ekki um að reka flóttann. Þeir tóku fallna Indíánann og jarðsettu hann á hæð nokkurri skammt frá. Þetta var korn- ungur piltur. Þeir reistu stein til fóta honum og annan til höfða honum. Yngsta dóttir Wards, sem Lena hét, var aðeins þrettán ára, er þetta gerðist. Hún var ólík hinu fólkinu að því leyti, að hún felldi sig ekki við líf landnemanna. Hana langaði aftur til strandarinnar, þar sem hún hafði getað gengið í sunnudagaskóla. Hún gat ekki gleymt fallna Indíánapiltin- um. Hún minntist kirkjugarðsins í gamla heimkynni þeirra, þar sem hlið var að gröf- unum og legsteinar voru reistir. Hún fékk yngsta bróður sinn til að hjálpa sér, og þau' hlóðu upp leiði Indíánans. Þegar eldri bræðurnir sáu aðfarir systkina sinna, tóku þeir líka að hjálpa þeim. Þeim þótti nú öllum vænt um litla minnismerkið. Næsta vor skar Lena upp torf og lagði yfir leiðið. Henni fannst menningin hafa færst til þeirra, er búið var að ganga frá leiðinu. Eitt skorti þó. Hún vissi ekki nafn Indíánapiltsins, svo að hún gat ekki letrað það á leiðið. Hún velti þessu vandamáli lengi fyrir sér. Loks á- kvað hún að skera eftirfarandi áletrun á fjöl og setja á leiðið: — Til minningar um ungan hraustan her- mann. Dáinn 25. apríl 1868. Stafirnir voru ójafnir, en það mátti vel lesa þá. Tvö sumur gréri leiðið upp, og enginn Ind- íáni sást nálægt. Svo var það í september. Ward gamli og dætur hans voru úti á akri að tína maissteng- ur. Allt í einu kom Indíánahópur út úr haust- þokunni. Það var ekki til neins að flýja. Land- nemarnir stóðu höggdofa og gátu sig ekki hreyft. Ward gamli þreifaði eftir skammbyssunni sinni. Hér var við ofurefli að etja. Hann var einn gegn óvinunum með tvær varnarlausar dætur sínar. Hann lyfti skammbyssunni til varnar. En foringi Indíánanna, kraftalegur náungi með mikið stálgrátt hár, rétti vingjarnlega upp hægri höndina og kallaði um leið til manna sinna. Indíánahöfðinginn sýndi svo ótvíræð vin- áttu merki, að Ward stakk skammbyssunni aftur í belti sitt og tók í útrétta hendi hans. Systurnar ætluðu ekki að trúa sínum eigin LJDSBERINN 19

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.