Ljósberinn - 01.03.1960, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.03.1960, Blaðsíða 13
að menn gátu heyrt, hvað klukkan var, því að fáir áttu klukkur. Svo gátu þeir líka heyrt, að það var góður vörður, sem gekk fram og aftur um bæinn og lagði sig alls ekki til svefns. Nei, hann gætti bæjarins, húsanna og alls fyrir bruna, þjófum og flökkulýð. Auðvitað gat það nú brugðizt með þjófana, því að þeir heyrðu líka klukkuslögin. Þegar þeir ætluðu að læðast inn til að stela, þá þurftu þeir raun- ar aðeins að gæta þess, að varðmaðurinn væri í hinum enda bæjarins. Kæmi hann svo nær, þá gátu þeir heyrt klukkuslögin og falið sig bak við einhverja girðingu, þangað til hann væri kominn fram hjá. Og raunar gátu þeir vel falið sig upp við húsveggina, því að varð- maðurinn var orðinn svo gamall og að auki hálfblindur, svo að hann sá hvorki þjófa né ræningja. Samt var nú gott að hafa nsptur- vörð, því að hann gat vel séð, hvort bruni væri á ferðinni, þótt hann sæi illa til þjófa. Tvisvar hafði hann gert aðvart um bruna á þeim árum, sem hann hafði verið næturvörð- ur. I annað skiptið var hann auðvitað alltof seinn, því að helmingur hússins var þegar al- elda, áður en hann sá bjarmann af bálinu, og það tókst aðeins með naumindum að verja næstu hús. Þá fékk hann nú að heyra orð í eyra, ug síðan hafði hann verið mjög aðgæt- inn. Nú gekk hann hægt eftir götunni og sló klukkuslögin. Hann var í síðum þykkum vetrarfrakka. Á höfðinu hafði hann prjóna- húfu, sem náði niður fyrir eyru. Þar utan yfir hafði hann svo stóra rauða hettu, sem huldi höfuðið, en mjókkaði í langa mjóa totu, sem náði langt aftur á bak. Hann varð að hafa þessa hettu vegna kuldans. Gallinn var að- eins sá, að nú heyrði hann enn verr en áður vegna húfunnar og hettunnar, og var þó heyrnardeyfan ærið mikil fyrir. En fyrir næturvörð var þó sjónin mikilvægust. Nú var hann kominn alveg upp á musterishæð- ina, Hún lá í bænum miðjum. Þar hafði fyrr á tíð staðið lítið musteri helgað frjósemis- gyðjunni, og allt umhverfis það voru hrís- grjónaekrur. Þegar göturnar komu til sögunn- ar og hrísgrjónaekrurnar hurfu, þá molnaði einnig hof frjósemisgyðjunnar niður að lok- um. Samt bar hæðin enn sama nafn og var kölluð musterishæðin. Það var svo gott út- sýni frá þessari hæð, að næturvörðurinn gekk alltaf upp á hana einu sinni eða tvisvar á hverri nóttu til að sjá, hvort ekki væri eldur laus í einhverju stráþakinu í fátækrahverfi bæjarins. Menn voru þar oft mjög óvarkárir, gleymdu kannski að slökkva eldinn, og svo kviknaði ef til vill í stráþakinu, þegar allir voru í fasta svefni. Hann blés þungan, þegar hann gekk upp brattan stíginn upp á hæðina. Hann fann vel, að hann var orðinn gamall og stirður. Hann varð því að fara gætilega. Þegar hann var kominn upp á hæðina, stóð hann kyrr með galopinn tannlausan munn- inn og góndi. Hvaða ljós var þetta í suð- austri? Hafði honum skjátlazt, þegar hann leit á stundaglasið? Nú átti að vera miðnætti, en þarna var sólin að koma upp. Þetta var þó undarleg sólaruppkoma. Þetta var ekki þessi hi'inglaga, gula kringla, sem vön var að gægj- ast upp fyrir skóginn þarng fyrir handan. Nei, nú var allur himinninn eitt logabál. Birtan náði yfir mjög mikið svæði. Og hún var á þessum óvenjulega stáð. Sólin átti að koma upp beint upp af Drekafjalli, en nú var hún rétt yfir Skjaldbökuhálsunum lengst í suð- austri, einmitt í þeiri'i átt, sem borgin Changsa lá. Skyndilega náði ógnþrungin hugs- un valdi yfir honum. Changsa? Þetta var ekk- ert efamál. Hér var ekki um venjulega sólar- upprás að ræða, heldur hinn skelfilegasta at- burð. Hér var bruni á ferðinni, stórbi'uni. Hamingjan sanna. Höfuðborg héraðsins stóð í ljósum logum. Nú komst skriður á gömlu, bognu fæturna. Nú varð hann að vera fljót- ur. Hann þaut niður götuna, því næst eftir strætinu niður að ánni. Loks komst hann að litla kofanum, sem hann átti. Hann fálmaði órór eftir stóra lyklinum, sem hékk í beltinu. Hvenær ætlaði þessi gamli, stirði járnlás að opnast. Hann sneri og kippti í, svo að svitinn bogaði af honum. Loks lukust dyrnar upp. Svo svipti hann forhenginu frá i'úminu. Það var gott, að hann hafði svo góða reglu á hlut- um sínum. Hér var til reiðu stóra, hringlaga málmbumban, sem notuð var til að gefa mei'ki um yfirvofandi eldshættu. Slaghamarinn hékk á nagla við hlið hennar. Hann þreif hvort tveggja og þaut á dyr. Hann gleymdi að loka á eftir sér. Svo sveiflaði hann hamr- inum af öllum mætti, og bumban ómaði sterk- FRAMH. LJPSBERINN 29

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.