Ljósberinn - 01.03.1960, Page 4
augum, er þær sáu föður sinn og Indíánahöfð-
ingjan takast í hendur. Höfðinginn nefndi
nafn sitt. Þeim hafði öllum lengi staðið stugg-
ur af þessu nafni.
Þetta var Indíánahöfðinginn: Járnhnúinn.
En svona var það nú. Hinn illvígi Indíána-
höfðingi stóð þarna með hermönnum sínum
og hélt í höndina á pabba þeirra eins og þeir
tveir væru tryggða vinir.
— Ágætt! Ágætt! mælti höfðinginn. Ég er
Járnhnúinn, og ég hef gott hjarta. Járnhnú-
inn kemur með friði í dag!
Hann endurtók orðin og bandaði um leið til
manna sinna, að þeir skyldu halda áfram.
Er síðasti hermaðurinn var kominn fram
hjá og Járnhnúinn var einn orðinn eftir,
þrýsti höfðinginn hönd Wards og dætra hans
og mælti:
— Góðir vinir!
Síðan reið hann til manna sinna.
En þar með var ekki allt á enda. Landnem-
arnir settust upp í vagn sinn léttir í huga og
héldu heimleiðis. Við gröf Indíánapiltsins
hittu þau aftur Járnhnúann og hermennina.
Járnhnúinn gaf landnemunum merki um að
koma niður úr vagninum til þeirra.
Þegar Ward kom að gröfinni, vildi höfðing-
inn fá að vita, hvað merkin á fjölinni ættu að
þýða.
Járnhnúinn var mjög mælskur á Indíána-
vísu. Hann tók nú til máls á sinni bjöguðu
ensku:
— Þannig var það. Þetta var Etapha sonur
minn. Hann var hraustur. Hann kom til að
berjast við syni þína. Þegar félagar hans
komu aftur og sögðu mér úrslitin fylltist
hjarta mitt harmi. Ég reiddist. Nokkru seinna
lagði ég af stað til að drepa og eyðileggja. Ég
faldi mig skammt frá bæ þínum. Ég hefði
getað skótið þig, en þegar ég sá gröf sonar
míns hvarf reiði mín. Ég sagði við sjálfan
mig: Þessir menn börðust við Etapha. Þeir
voru líka hraustir menn, en þegar þeir sáu,
að hann var dáinn, vildu þeir ekki gera hon-
um neitt illt lengur. Þeir hafa grafið bein
hans, svo að allir, sem fram hjá fara, mega sjá,
að hér hvílir Etapha. Ég sagði að þannig hefðu
hvítu mennirnir ekki farið að fyrr. Nú elska
ég þessa menn. Hér eftir mun ég ekki fara í
ófrið gegn ykkur með menn mína. Eftir þessu
hef ég breytt. Ég hef talað!
Leroy Ward reyndi að svara, en hann kom
ekki upp nokkru orði.
Járnhnúinn steig á bak hesti sínum og reið
á brott með mönnum sínum.
Bræður Lenu voru ekki margorðir, er þeir
heyrðu um þessan atburð, en þeim var öllum
ljóst, að þeir áttu henni líf að launa.
En Lena gladdist yfir því, að nú gat hún
bætt á fjölina nafninu á unga hermanninum
Etapha, sem þýðir ,,Hægri höndin“.
eruó
LL
eóóar
d
Mér Ijúfa gleði löngum jók
að lesa í Drottins helgu bók
um Jesú orð og ástarhót,
er ungbörnunum tók lmnn mót.
Þær báru til hans börnin smá,
að blessun hans þau mættu fá;
en á lxans filnd þeim varnað var —
það var svo sárt fyrir mæðurnar.
Því harðast er að horfa á,
að hrundið sé þeim Jesú frá;
lians líknargleði gramdist það,
hann gaf sig hinum smáu að.
„Ó, komið, blessuð börn. til mín,
því blessun þá, sem aldrei dvín,
ég ykkur gefa öllum vil,
því ykkur heyrir ríkið til.“
Og hendi sinni síðan brá
hann signandi á höfuð smá,
og elskan skein úr augum lians
hins elskuríka frelsarans.
Hann er hinn sami enn sem þá,
því örugglega treysta má.
Vors bróðir göngum beint á fund
og biðjum öll á sömu lund:
„Þú tjúfi hirðir, lít þú á
þín lömbin fátæk, breysk og smá.
Ó, leggðu hönd á höfuð vor
og hjálpa’ oss þín að feta’ í spor.
B. .1.
20
LJDSBERINN