Ljósberinn - 01.03.1960, Blaðsíða 6
Þegar síðasta lambið var eitt eftir, tók Siggi
við pelanum og sagði systur sinni að laumast
burtu án þess að lömbin sæju. Það var engin
hætta á, að þau eltu hann. Þau þekktu hann
svo lítið.
Undankoman tókst vel. En Sólveigu var
þungt um hjartað, þegar hún hljóp niður hlíð-
ina ásamt bróður sínum og heyrði angistar-
fullt jarm litlu lambanna í fjarlægð. Það var
sárt að skilja þau alein eftir uppi í fjalli, þeg-
ar önnur lömb höfðu mömmurnar að flýja
til, ef þau voru þyrst eða köld.
Um kvöldið varð koddinn hennar Sólveig-
ar blautur af tárifm, og hún bað Guð að varð-
veita öll litlu lömbin.
Næsta morgun, þegar komið var á fætur,
stóðu níu lömb jarmandi í hlaðvarpanum. Þó
að fóstran léti ekki mikið á því bera, fagnaði
hún litlu vinunum sínum innilega.
En hvar voru hin þrjú?
Um hádegi komu boð frá nágranna-bænum
um, að þrjú lömb hefðu staðið í kálgarðinum
þar um morguninn.
Sólveig fór strax að sækja þau og bað um
leið afsökunar á framferði þeirra.
Vafasamt er, hvort fóstran eða fósturbörn-
in voru glaðari, þegar þau héldu heim á leið.
Lömbin urðu að vísu fyrir vonbrigðum, þegar
þau fengu enga mjólk, er Sólveig birtist. En
hún lofaði þeim sopa, þegar heim kæmi og
hljóp síðan af stað með þau á hælum sér.
Því miður virtust lömbin ekkert hafa lært
við fjallgönguna. Þau voru jafn fröm og
ærslafengin eftir sem áður.
Sólveig hótaði þeim lengri og erfiðari brott-
för. En ekkert dugði.
Að nokkrum dögum liðnum lagði hún af
stað að nýju með pabba sinn til aðstoðar.
í þetta skipti var farið miklu lengra en áð-
ur. Þau gengu fyrir enda fjallsins og inn í
lítinn en þröngan afdal. Þar fengu lömbin
mjólk að skilnaði. Og eins og áður læddist
Sólveig á brott meðan síðasta lambið fékk
pelann sinn.
Heim komu feðginin aftur að áliðnum degi.
Nú var Sólveig vonlítil um að sjá lömbin sín
fyrr en um haustið. Þó vaknaði hún snemma
næsta morgun og flýtti sér á fætur til að vita,
hvort nokkurt fósturbarnanna hefði ratað
heim að þessu sinni. Svo var ekki. Þegar ekk-
ert þeirra var í kálgarðinum þurfti varla að
leita annars staðar. Ekki bárust neinar fregn-
ir um garðaþjófnað hjá nágrönnunum. Sól-
veig gladdist yfir því, þó að hún aftur á móti
hefði kosið að fá einhverjar fregnir af hópn-
um sínum.
En eins og hún ætíð talaði um allt við Guð,
bað hún hann einnig að halda verndarhendi
sinni yfir litlu lömbunum og leiða þau öll
heim að lokum. Hún var þess fullviss, að hann
mundi ekki síður annast um þau en fugla
loftsins og liljur vallarins.
Þegar tæp vika var liðin, vakti mamma Sól-
veigar hana óvenju snemma,einn morguninn.
Hún brosti glettnislega um leið og hún sagði:
— Það eru fjórir vinir þínir úti, sem spyrja
eftir þér.
— Hverjir eru það? spurði hún full áhuga.
— Komdu á fætur, þá sérðu það, svaraði
mamma.
Sólveig flýtti sér í fötin og fór út. Það var
eins og hana grunaði. Úti stóðu fjögur af fóst-
urbörnunum hennar. Hún fagnaði þeim inni-
lega, strauk þau og kjassaði og hljóp síðan
inn til að biðja mömmu um mjólk.
Þegar pelinn kom í ljós, gekk mikið á. Það
þurfti ekki lítið til að svala viku þorsta. Sól-
veig hló að litlu vinunum sínum. Og þó gat
hún ekki varizt því, að jafnframt komu tár
í augun, þegar hún hugsaði til hinna átta, sem
ekki fengu neina mjólk og ekki rötuðu heim.
Ekki höfðu lömbin fjögur neitt batnað við
útileguna. Þau héldu uppteknum hætti, stál-
ust inn í garða og skemmdu gróðurinn.
Pabbi Sólveigar átti ofurlítið land hinum
megin við ána og datt í hug að fara með
lömbin þangað. Yfir ána gætu þau ekki kom-
izt aftur, og enginn bær var nálægt, þar sem
þau gætu gert usla.
í hólma þessum voru þau í fáeinar vikur.
Það var mesti reynslutími fyrir Sólveigu. Ain
rann við túnfótinn, svo að það voru aðeins
um eitt hundrað metrar yfir í hólmann. Hún
gat því fylgzt vel með lömbunum og þau með
henni. Ef þau heyrðu rödd hennar, hlupu þau
jarmandi fram á árbakkann og stóðu þar
langa stund í þeirri von, að fóstran sinnti
þeim eitthvað. Það gat hún ekki, þó að hún
fegin vildi.
Til þess að lömbin yrðu rólegri reyndi hún
að forðast að láta þau sjá sig eða heyra. En
einnig það var erfitt. Hana langaði svo mikið
22
LJDSBERINN