Ljósberinn - 01.03.1960, Page 7
★
Arabíski hesturinn er
heimsfrægur fyrir feg-
urð og glæsileik. Arabi
elskar hestinn sinn, sem
bezta félaga og vin, hef-
ur hann hjá sér i tjald-
inu og á ættartölu hans
aftur i aldir.
/WWWVWWWWWWWWWW1
til að geta fylgzt með líðan þeirra, þegar þau
voru svona nærri.
Sólveig var fegin, þegar lömbin voru horf-
in úr augsýn einn morguninn. Nú þurfti hún
ekki lengur að hlusta á jarm þeirra og horfa
á árangurslausar tilraunir til að nálgast hana.
Sumarið leið.
Um haustið kom allur hópurinn af fjallinu,
þó að hann væri orðinn tvístraður.
Sólveig sótti mjólkurkönnur og pelann til
að vita, hvort lömbin myndu enn eftir honum.
Um það hefði hún ekki þurft að efast.
Ákafinn var svo mikill, að fyrsta lambið
kippti túttunni af pelanum og hefði gleypt
hana, ef Sólveig hefði ekki verið fljótari og
sótt hana niður í kok þess.
Næsta lamb sleit túttuna í sundur, þegar
telpan hélt á móti. Hin tíu urðu því að láta
sér nægja að fá klapp á vangana. En það þótti
þeim heldur léleg huggun eftir að hafa séð
pelann og hlakkað til að fá mjólkurdropa.
Sólveig kom að vísu með mjólk í fati. En
þau gátu ekki skilið, að innihald pelans og
fatsins væri það sama og litu ekki við því.
Fóstran varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum.
Hún hellti mjólkinni í kálfafötuna og þótti
leitt, að fósturbörnin hennar voru miklu
heimskari en kálfarnir, sem drukku úr föt-
unni með góðri lyst. Þó hafði hún ástæðu til
að vera þakklát. Guð hafði varðveitt öll litlu
lömbin um sumarið, eins og hún bað hann
um, og leitt þau heim til hennar að nýju.
Öll þekktu þau hana líka og mundu enn
málróm hennar, svo að mjög heimsk gátu þau
varla talizt, Þau voru hætt að stela. Bræður
Sólveigar sögðu, að þau væru orðin of stór til
að komast inn í garðinn, en Sólveig hélt því
fram, að með aldrinum hefðu þau vitkazt. Ef
þau fengju að lifa lengur, skyldu þeir bara
sjá, hve góð þau yrðu. En til þess kom aldrei.
Fósturbörnin urðu að lúta sama lögmáli og
hin lömbin. Þau voru tekin, flutt að heiman,
og Sólveig sá þau aldrei framar.
4 th u ffiti 1
Þetta er síðasta blaðið, sem sent verð-
ur þeim kaupendum Ljósberans, sem
skulda blaðið, í meira en eitt ár. Ef þeir
óska að fá blaðið áfram, eru þeir beðnir
að greiða skuld sína strax. — Áskriftar-
gjaldið er kr. 35.00. — Utanáskrift
blaðsins er: Ljósberinn, Pósthólf 243,
Reykjavík.
LJDSBERINN
23