Ljósberinn - 01.03.1960, Side 8

Ljósberinn - 01.03.1960, Side 8
STÆtÍÐIÐ Það byrjaði þannig, að strákarnir frá Brekkugötu voru að búa til snjókarla, rétt fyrir utan þorpið. Og hver snjókarlinn á fæt- ur öðrum var nú byggður af þessum duglegu og athafnasömu strákum. Það var dálítil þoka og raki í loftinu, svo að það var alveg ágætt að hnoða og velta snjóboltunum. Óli stanzaði nú andartak og blés mæðinni á bak við stóra boltann, sem hann hafði velt. Nú gat hann víst ekki orðið stærri. Hann blés á rauðar hendurnar og stakk fingrunum upp í sig. Úff, nú myndi hann áreiðanlega fá naglakul, og það var svo hræðilega vont. Mamma hafði auðvitað séð svo um, að hann hefði góða og hlýja vettlinga, en þeir voru orðnir blautir fyrir löngu. Hann bjó nú til tvo bolta í viðbót, annan miðlungsstóran og hinn lítinn. Þeir höfðu á- kveðið að nota steina fyrir augu og annað því um líkt, en það virtist ógerningur að ná þeim, af því að snjórinn var svo mikill, að hvergi sást í auða jörð. — Skrepptu niður í búð, og spurðu, hvort þú getir ekki fengið nokkra kolamola, kall- aði Óli til Þorbjarnar. — Já, já. Þorbjörn var undir eins fús til að gera það. Nilsen kaupmaður átti ekkert sérstaklega annríkt sídegis og stóð nú við glugg- ann með vindil í munninum. Hann brosti og fylgdist ákafur með drengjunum. Þorbjörn bar nú upp erindi sitt og Nilsen kaupmanni kom ekki í hug eitt andartak að neita þeim um þetta. Hann þaut niður í kjallara og kom upp aftur með gráan poka fullan af koksi. Og síðan afhenti hann Þorbirni pakann ásamt öðrum litlum poka, sem var fullur af klesst- um brjóstsykri. Þorbjörn ljómaði af ánægju, og svo hljóp hann af stað, um leið og Nilsen bað hann um að skipta þessu bróðurlega á milli þeirra. Á meðan á þessu stóð, hafði Óli hlaupið heim til sín og farið upp á loft. Þar hafði hann rótað í gamalli kistu til þess að leita að höf- uðfötum. Nú var hann kominn aftur með tvo ★ PÉTUR LITLI ★ MYNDASAGA FYRIR YNGSTU BÖRNIN Pétur átti lítinn sleða, sem hann Sleðinn rakst á stein, $ renndi sér á niður brekkurnar. En upp úr snjónum. eitt sinn íór illa. 24 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.