Ljósberinn - 01.03.1960, Qupperneq 14
Framh. af bls. 32.
neðan gein hyldjúpt hafið. .* . .
Þriðji franski bíllinn heltist úr
lestinni í Japan, en hinir þrír
voru fluttir til Vladivostock og
þaðan héldu þeir til Mansjúríu
og stefndu í áttina til Síberíu.
Mansjúría var erfið yfirferðar.
Vegirnir .voru blautir og iðulega
voru bílarnir dregnir af bænd-
um yfir blauta akra. Árnar
flæddu yfir bakka sína og ótal
sinnum varð að ná í mannafla
til að draga bílana upp úr fenj-
um. . . . Nú voru fimm mánuðir
liðnir frá upphafi ferðarinnar,
þegar bílarnir náðu loks hinum
víðáttumiklu sléttum Síberíu.
Þar voru að vísu engir vegir,
en landið var slétt og auðvelt
yfirferðar. Bandaríski bíllinn
var nú kominn 9 dagleiðir fram
úr þeim þýzka, sem var næstur
honum, en sá þýzki dró á hann
þegar Bandaríkjamennirnir
töfðust um fjóra daga vegna
vélarbilunar. . . . Nú fór að
koma skriður á ferðalangana.
Brátt var komið til Evrópu, þar
sem vegir voru betri. Fólk safn-
aðist saman á götunum til að
fagna kappakstursmönnunum.
Italski bíllinn hafði dregizt
mjög mikið aftur úr og var
kominn úr keppninni, en hélt
samt áfram að markinu. Banda-
riski bíllinn Thomas og þýzki
bíllinn Portos, voru nú tveir
eftir síðasta áfangann. . . . Það
var 30. júní 1908, fimm mánuð-
um og 18 dögum eftir að bíl-
arnir lögðu upp frá New York,
að Thoms-bíllinn rann inn í Par-
ís, 10 dögum á undan keppinaut
sínum. Vegalengdin, sem bíl-
arnir höfðu ekið, var 17000 míl-
ur. Sá sem ók Thomas-bílnum
var George Schuster, en hann
var líka sá eini af áhöfn bílsins,
sem fór alla leiðina. Hann hafði
orðið að skipta um félaga á
leiðinni. . . . Tilgangurinn með
þessari ferð var auðvitað sá,
að bjóða lesendum blaðanna
uppá að fylgjast með spennandi
ævintýri, en þessi för varð til
þess að sýna fram á ýmsa galla
bílanna við margvíslegar að-
stæður og flýtti mjög fyrir end-
urbótum á bifreiðinni, sem
nokkrum árum síðar varð
helzta flutninga- og farartæki
á landi. Ferðin leiddi ekki síð-
ur í ljós hvílíka feikna mögu-
leika bifreiðin hefur, fái hún
sæmilegan veg til að ferðast á.
OrðsentiiwBtjar
Ljósberanum er nú mikil nuðsyn að fá marga
nýja áskrifendur. Nýir áskrifendur fá síð-
asta jólablað í kaupbæti meðan það endist.
Þeir, sem útvega nýja áskrifendur og senda
greiðslu með pöntun, fá eina af barnabók-
xun Lilju í verðlaun fyrir hverja 3 nýja
áskrifendur, sem þeir útvega.
★ ★ ★
Verðlaunabækur þær, sem velja má um eru
þessar: Annika — Áslákur í Bakkavík —
Drengurinn frá Galíleu — Flemming í
menntaskóla — Hetjan frá Afríku —
Jessíka — Kalli skipsdrengur — Kristín í
Mýrarkoti — Lilla — Lotta — Indíána-
drengurinn — Vinir frelsisins — Þórir
Þrastarson — Þrír vinir.
★ ★ ★
Ljósberinn á alla afkomu sína undir skilvísi
áskrifenda sinna. Sendið því áskriftar-
gjaldið kr. 35,00, strax eða greiðið það,
þegar innheimtumaður kemur.
★ ★ ★
Munið að tilkynna afgreiðslunni bústaðaskipti,
svo að komist verði hjá vanskilum.
★ ★ ★
Utanáskrift blaðsins er: Ljósberinn, Pósthólf
243, Reykjavík.
30
LJOSBERINN