Ljósberinn - 01.03.1960, Page 15

Ljósberinn - 01.03.1960, Page 15
Börnin á Samoa. Á Samoa-eyjunum í Kyrra- hafi dást hinir fullorðnu að öllu, sem börnin gera. í hvert sinn, sem lítill drengur eða lítil telpa hefur lært eitthvað nýtt, er haldinn mikil veizla. Það er haldin veizla, þegar yngsta barnið í fjölskyldunni getur sezt upp, þegar það get- ur staðið eitt, o. s. frv. Stærsta veizlan er haldin, þegar börnin fara að ganga. Allir þorpsbúar taka þátt í veizlunni, sem stendur frá kvöldi og langt fram eftir nóttunni. Þarna er gott að búa. En að- eins fyrir börn, sem eru heil- brigð og vel sköpuð. Þau, sem eru eitthvað veikluð, kæra foreldrarnir sig ekki um. Þau eru skilin eftir úti í skógi til að deyja úr sulti eða til að verða villidýrum að bráð. ★ ★ ★ Krossgáta. Lóðrétt: 2. hávaði, 3.töluorð, 5. hans er von, 7. sló, 9. and- stætt kemur, 10. málmtegund, 14. og 15. smáorð. Lárétt: lkompa, 6. á bragðið, 8. samtenging, 10. skordýr, 11. verkfæri, 12 tímamælir, 13. sérhlj. og samhlj., 14. temja, 16. ágirnd. ★ ★ ★ Þraut: Flyttu þrjá hringi, þannig að þríhyrningurinn snúi topp- inum upp. ★ ★ ★ •JOAS •i3bi ntjaAn i uuis ngnjids iiatj -g •9 = aa uisnp Ijibij uias jbc| ‘9 + g -a -q :utsnp jjibii 3o nfjci ujoq niu ijjb unH 'I :nllaD •nCgiui i jsja ejsgau uuec[ So ‘uuigaui njOAq uuis ‘gpj njsæu i jngiu ‘uuigaui njoAq uuis ‘njsja ecj oaj njjÁjji : jnejfj •T+I+ I+IT Z — ‘L 3o g •i unjBO Gettu. 1. Amma gamla átti mörg börn. Samt hljómaði það dá- lítið undarlega, þegar hún svaraði spurningunni um, hve mörg börn hún ætti, á þenn- an hátt: — Þrjú og hálft dúsín. Þetta var samt sem áður sannleikanum samkvæmt. Hve mörg börn átti hún? 2. Fjórir menn höfðu spilað lengi kvölds og hættu ekki fyrr en löngu eftir miðnætti, en höfðu þá allir vinning. Hvernig var það mögulegt? Gátur. 1. Tvær konur komu á markað með egg í körfu og mæltust við á þessa leið: Gefðu mér eitt af þínum eggj- um, þá á ég helmingi fleiri en þú. Nei, sagði hinn, en gef þú mér eitt af þínum eggjum, þá eigum við jafnmörg. Hve mörg egg átti hvor þeirra? þeirra. 2. Hvernig er hægt að skrifa 14 með fimm oddatölum? ★ ★ ★ cÁfóiberinn --------------------->. Barna- og unglingablað með mynd- um. Kemur út sem svarar cinu sinni á mánuði. Formaður út- gáfustjórnar er Ólafur Ólafsson, lcristniboði, Ásvailagötu 13, sími 13427. Ritstjórar: Ástráður Sigurstein- dórsson, skólastjóri (áb.) og Sig- urður Pálsson, kennari. — Af- greiðslumaður er Magnús Á- gústsson, Ægissiðu 46, sími 14343. Utanáskrift blaðsins er: Ljósber- inn, pósthólf 243, Reykjavlk. Áskriftargjald er kr. 35.00. Gjalddagi er eftir útkomu fyrsta blaðs ár hvert. Prentaður í Félagsprentsm. h.f. LJÓSBERINN 31

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.