Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 2
pennor mörnm Bcnn sklpsdrengsins. Það vai .' i'viðri og stórt gufuskip rak á iand á kletta- strönd við Norðursjóinn. Á- höfn og farþegar voru samtals 127 manns. Allir urðu gripnir dauðans ofboði. Skipstjórinn hljóp um og hvatti menn til stillingar, en þrátt fyrir það þustu menn hver um annan þveran til bátanna. Hins vegar var augljóst, að hverjum, sem hætti sér í bátana i þessu fár- viðri, var bráður bani búinn. Þá heyrðist allt í einu frá stjórnpallinum rödd sem yfir- gnæfði storminn og brimhljóð- ið. Það var skipsdrengurinn Al- bert Manderfeldt, sem söng: „Hærra minn Guð til þín“. Sjónarvottur hefur sagt frá þessu á þessa leið: — Þótt Drottinn sjálfur hefði birtzt held ég varla að meiri ró hefði komið yfir hamslausan mannfjöldann. Ég var einn þeirra, sem reynt hafði að sefa fólkið. En mínar tilraunir höfðu líka verið árangurslaus- ar. Skipstjórinn sjálfur hafði lika misst stjórn á sér. Er mannfjöldinn heyrði tóna þessa þekkta söngs, flyktust menn og konur að stjórnpall- inum og tóku undir. Þegar síðasta versið var á enda, féll Albert á kné og tók að biðjast fyrir. Allur hópurinn íylgdi dæmi hans, þótt vafa- laust væru margir þeirra á meðal, sem ekki voru vanir að biðjast fyrir. Bæn drengsins var látlaus. Hann fól þau öll í Guðs hendur og bað Guð, ef það væri hans vilji að þau ættu að deyja, þá mættu þau fá að sjá hann. En ef það væri hans vilji að bjarga þeim, þá mættu þau gera allt, sem i þeirra valdi stæði, til að halda skipinu í horfinu þangað til hjálp bærist. Ég býst ekki við að ég muni nokkurn tíma á ævinni sjá neitt likt því, sem skeði þegar söngurinn og bænin var á enda. Allir tóku til starfa. Sumir hjálpuðu konum og börnum til að finna afdrep fyrir veðrinu. Aðrir fóru að huga að skemmd- um á skipinu. Það kom í ljós að ekki var yfirvofandi hætta á þvi að skipið sykki. Fólkið róaðist og beið átekta. Hver gerði sitt, og Albert gekk ró- lega um og vann sín störf. Næsta dag barst hjálp úr landi og allir komust lifs af. — Kalla á mig á degi neyð- arinnar, ég mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig, segir í Davíðssálmum. ★ ★ ★ Kúlan hitti Biblíuna. Eitt sinn sendi ameriskur herforingi ameriska biblíufé- laginu vasabiblíu. Inn I hana hafði smogið oddmjó byssu- kúla. Biblían hafði fundizt á víg- völlunum við Sandiago, en þar höfðu Spánverjar og Ameríku- menn háð orustu. Sonur herforingjans fann Biblíuna og færði föður sínum. Líklega hefur þessi Biblia bjargað lifi eiganda síns, þvi að kúlan hafði numið staðar í 84. sálmi Davíðs milli 1. og 12. versins, er hljóðar svo: — Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn, hann synjar þeim engra gæða, er ganga í granvarleik. Drottinn hersveit- anna, sæll er sá maður, sem treystir þér. ★ ★ ★ Konungsdóttirin. Fátæk kona, en guðhrædd, heimsótti einu sinni tvær rik- ar og ungar hefðarstúlkur. Þær voru trúaðar lika. Bróðir þeirra kom þá inn og varð alveg forviða yfir því, að kona, svona fátæklega til fara, skyldi vera komin inn i skraut- legu stofurnar þeirra. Önnur systranna varð fyrir svörum og sagði: — Bróðir minn, þessi fátæka kona er konungsdóttir, þó að hún sé ekki enn búin að fá kon- ungsskrúða sinn. Konungur himnanna er faðir hennar. ★ ★ ★ SkrifaSu varlega. Tveir drengir voru samferða í járnbrautarklefa. Fór þá annar að krota á rúðuna með demantsoddi. — Skrifaðu varlega, sagði hinn, þú getur ekki þurrkað það út. Þetta var hverju orði sann- ara. Skriftin sást á rúðunni og mátti lesa hana meðan rúðan var við líði. Eins er því varið með hugs- anir vorar, orð og gerðir. Menj- ar þeirra sjást á sál vorri, ef þær sjást ekki annars staðar. 11» LJÖSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.