Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.11.1960, Blaðsíða 9
3 og allar stúlkurnar komnar nema Ánna. Jú, þarna birtist hún og stelpurnar hlupu á móti henni og hjálpuðu henni að bera farangurinn, þótt hann væri ekki mikill. Allar voru þær kátar og ánægðar, nema Anna. Henni leið alls ekki vel. En hún reyndi að harka þetta af sér og reyndi að vera eins og hinar, þótt það tæk- ist ekki sem bezt. Tíminn leið fljótt og laugardagurinn kom miklu fljótar en þær höfðu búizt við. Það var glampandi sól og vatnið spegilslétt, þegar þær vöknuðu. „Ja, nú skyldi sannarlega verða líf og fjör í tuskunum í dag,“ hugsaði Kristín um leið og hún rak upp hátt öskur, til þess að vekja hinar, sem lágu enn á sínu græna eyra. — Og það sannaðist brátt. Þarna busl- uðu þær og syntu og skvettu hver á aðra, svo að gusurnar gengu hátt í loft upp. Hinum meginn á vatninu voru foreldrar með tvö börn í bát. Þau reru Þarna í sólskin- inu og voru nú komin á móts við ósinn. En þegar þau nálguðust hann, ætluðu þau að snúa við, af því að þau vissu, hvað hann var straum- harður og fossinn rétt fyrir neðan. Anna lá í grasinu og fylgdist til skiptis með stelpunum og bátnum. Allt í einu heyrðist skerandi óp niðri við ósinn, Og þegar Anna leit upp, sá hún, að annað barnið hafði dottið hn í Hann sagðist vilja verða ílug- pmu maður, er hann yrði stór. alla í vatnið og skammt frá bátnum flutu báðar árarnar. Faðir barnsins kunni augsjáanlega ekki að synda, og í fátinu, sem kom á hann, hafði hann misst báðar árarnar útbyrðis og stóð nú ráðalaus í bátnum. Anna hugsaði sig ekki lengi um. Hún þaut á fætur, stakk sér í vatnið og synti eins rösk- lega og hún hafði krafta til. Anna var bezta sundkonan í nágrenninu og nú kom það sér í góðar þarfir. Eftir örfá augnablik var hún komin að staðnum, sem hún hafði séð barnið seinast. Hún stakk sér niður á við og kafaði lengi, en gat ekki komið auga á barnið. Síðan kom hún aftur upp á yfirborðið og leit í kring um sig. Hún sá tvo menn koma hlaupandi í áttina til hennar með kaðal og bentu þeir í áttina að ósnum. Anna leit þangað og sá sér til mikillar skelfingar, að barnið var komið út í strauminn. Hún tók á öllu, sem hún átti til og neytti seinustu kraftanna til að ná barn- inu. Og af því að hún synti með straumnum, tókst henni að ná barninu, mitt á milli foss- ins og óssins. Hún greip utan um það og fann, að það var alveg máttlaust. Hún barð- ist nú á móti strauminum, en sá brátt, að hún megnaði ekki að synda á móti honum með barnið með sér. En hún varð að reyna, hún mátti ekki gefast upp. Það gæti orðið þeirra beggja bani. En hún fann, hvernig kraftar hennar dvínuðu fljótt og hún fór að stirðna öll upp af kuldanum. En hún vissi af mönn- unum tveimur, þeir gátu ekki verið langt undan. Og um leið birtust þeir á árbakkanum og köstuðu kaðlinum til hennar. Hún greip kaðalinn, smellti honum utan um sig og lét draga sig í land. Og það mátti ekki tæpara standa. Það voru aðeins fimm metrar niður að fossinum. Barnið náði sér fljótt og foreldrarnir þökk- uðu Önnu innilega fyrir björgunina og menn- irnir hrósuðu Önnu mikið, og sögðu, að slíkt snarræði væri alveg einsdæmi og það af svona ungri stúlku. En Önnu litlu leið ekkert vel. Alltaf skaut upp í huga hennar þessari setningu: „Hönd þín leiði mig út og inn, Svo allri synd ég hafni.“ Stúlkurnar litu mjög upp til Önnu eftir þennan atburð og skildu hreint ekkert í því, af hverju hún var ekki yfir sig ánægð. Útilegan var á enda og þær héldu allar LJDSBERINN 125

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.