Ljósberinn


Ljósberinn - 27.02.1926, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 27.02.1926, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 71 kippur; ef þetta sinnuleysi héldist lengi, pá gæti það haft slæmar afleiðingar. Pá átta daga, sem eftir voru til afmælisdagsins hans Eiríks, var eitthvað leyndardómsfult að gerast á sjúkrastofunni hans. Allir voru að hvískra og pískra í kringum hann. Og hefði Eiríkur ekki verið eins sinnulaus eins og liann var, þá hefði hann hlotið að verða [>ess áskynja, að alt petta liljóðskraf laut að honum. Þegar hann vaknaði á morgni afmælisdagsins, pá lá enn ver á honum en undanfarna daga, enda [)ótt sól skini í heiði og fuglarnir syngju hver í kapp við annan í trjánum úti. En hvað kom nú upp úr kafinu! Stóð pá ekki i borðinu hjá honum svo dæmalaust fallegur blómskúfur! Og nú komu allar hjúkrunarkonurnar og óskuðu honum til hainingju Og sjúklingarnir hrópuðu alt í kring um hann: »Til hamingju, Eiríkur! Til hamingju, Eiríkur!« Eiríki pótti petta fallega gert af peim, og pó að hann langaði mest af öllu til að gráta, pá hresti hann sig pó upp, til að pakka fyrir með nokkurn veginn glöðu bragði. En yfirhjúkrunarkonan sá svo vel, livað hann átti bágt með petta, svo að hún var ekki sein á sér að ávarpa hann og segja: »Yfirlæknirinn liefir leyft, að [)ú megir stíga dálítið á fætur. Pykir pér ekki vænt um pað?« »JÚ«, svaraði Eiríkur með ákefð, »pá kem eg, ef til vill, bráðum heim til pabba og mömmu«. »Já, pað máttu reiða |)ig á, að ekki líður langt

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.