Ljósberinn


Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 6
334 LJOSBERINN snúinn við með menn sína og hugðist að láta til skarar skríða og aldrei linna, fyrr en Hrói Iiöttur væri af dögum ráð- inn. En einasta herfangið, sem hann hafði með sér heim úr þeim leiðangri, var örin, sem markað hafði eyra hans. Á henni stóð letrað nafn Gídós frá Gisborne, en það var Hrói Höttur sem skaut henni. '»Magne«. Á. Jóh. ----® -------- var ein af peim.« Kenslukona ein í sunnudagaskóla sagði börnunum einu sinni frá hirðin- um góða, sem fór að leita að týnda sauðnum, og leitaði þangað til hann fann hann og bar hann aftur heim til hjarð- arinnar á herðum sér. Að því búnu spurði kenslukonan: »Getur nú nokkurt ykkar sagt mér, hvers vegna Drottinn Jesús yfirgaf sín himnesku föðurhús og hvað hann ætlaði að gera hér á jörðunni?« Þá svaraði lítil stúlka: »Hann kom til þess að segja oss frá íoðurkærleika Guðs.« Þá svarar önnur: »Hann kom til þess að vera ljós heims- ins.« Þá sagði hin þriðja: »Hann kom til að deyja.« Nú varð stundarþögn. Þá tók enn lít- il stúlka til máls og mælti: »Hann kom hingað til að leita að hinu týnda og frelsa það og ég var ein af þeim.« öllum varð litið á hana og furðaði mjög á þessu undarlega svari hennar. Þegar kenslustundin var liðin og börnin farin heim, dró kenslukonan Maríu litlu að sér og spurði: »Hvað áttirðu við, þegar þú sagðir: »Eg var ein af þeim«?« Þá svaraði María litla: »Þér sögðuð mér einu sinni að við værum öll týndir syndarar og gætum ekki fengið inn að ganga í himnaríki nema við hefðum öðl- ast frelsi eða fyrirgefningu synda. Ég vissi, að ég var einn af þeim, sem ekki liafði öðlast þá blessun. En síðan sögðuð þér okkur, að Jesús hefði komið til að leita að hinum týndu og frelsa þá, og að hann elskaði syndara. Þá vissi ég, að fyrst hann elskaði syndara, mundi hann líka elska mig, því að ég væri ein í þeirra tölu. Og ég trúði því og hefi síðan verið giöð.« — Svona hafði þá María litla orðið glatt og sælt barn Guðs. Hún treysti orði Jesú, fyrst því orði, að allir væru týndir syndarar, því næst því orði, að hann væri kominn til að frelsa hína týndu. Hún taldi sig í tölu þeirra og sagði: »Eg var ein af þeim.« Kæru börn! Hafið þið farið eins að? Það er nú ekki annað en þetta, sem Guð krefst af ykkur. Guð segir: »Allir hafa syndgað.« Segir þú þá: »Ég er einn af þeim?« Jesús segir: »Eg er kominn til að leita að hinum týndu og frelsa þá,« Segir þú þá: »Já, þá kom hann til að frelsa mig?« Guð segir: »Hver sem trúir á hann, skal ekki glatast, heldur hafa eilíft líf.« Getur þú þá haldið á- fram og sagt: »Þá get ég heldur ekki glatast, því að ég er einn af þeim, sem á hann trúa?« Þetta er trú. Þetta er að taka á móti Jesú. Að trúa fagnaðarerindinu, er að játa þetta: »Ég er einn af þeim, sem Jesús dó fyrir. Ég er því hólpinn.«

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.