Ljósberinn


Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 11
L J 0 S B E R I N K 339 hversu hann vill gera þeim gott enn þann dag í dag. Eg hefí hlustað á orð þeirra og söngva svo oft, að ég er búin að læra það utan að. Æ, mamma, mig langar svo til að syngja og lesa með liinum stúlkunum. En pabbi segir, að það sé ljótt, að tala um Jesúm og hefir bannað mér að gera það. Mamma, hvers vegna get ég ekki fengið að vera með hinum stúlkunum í því að syngja fall- egu söngvana?« »Lofaðu mér að heyra einn af þess- um söngvum, sem þú kant utan að,« sagði móðir hennar. Pá fór Ester að syngja söng um fæð- ingu Jesú og líf hans á jörðunni En með- an Ester var að syngja, þá bar föður hennar þar að. Þegar hann var búinn að hlusta á sönginn um stund, stórlega forviða, þá hrópaði hann upp^ »Sjáðu nú afleiðinguna af því, að senda barnið í kristinn skóla! Þetta hélt ég nú altaf. að þeir myndu hafa áhrif á hana.« »Já, en Ester hefir ekkert ilt haft af því, vinur minn,« sagði móðirin blíö- lega, »Jesús hlýtur að hafa verið góð- ur maður. Þá ertu vænn, ef þú tekur hana ekki úr skólanum.« Faðirinn hét því, að hún skyldi fá að vera þar enn um hríð, en bætti við þessum orðum: »Taktu eftir því, sem ég segi, að verði hún langvistum í skólanum, þá verður liún ekki Gyðingastúlka eftir það.« Ester gekk áfram í skólann og fékk að taka þátt í trúarbragðafræðslunni, eftir ósk sinni. Það, sem hún lærði, las hún upp þegar heim kom fyrir móður sinni og stundum jafnvel fyrir föður sínum líka. Að nokkrum árum liðnum lét Ester skírast og foreldrar hennar og voru síðan tekin í kristna söfnuðinn, sem skírðir játendur Jesú Krists, frelsara þeirra og Drottins. Orð Guðs er lifandi og kröftugt. Það er kraftur Guðs til sáluhjálpar hverj- um þeim sem trúir því. »Guðs orð er líf og andi með undrakraft t sér. Guðs orð er ævarandi, þá annað gjörvalt þver; þann kjörgrip kjósum vér; í hreinu hjarta geymum, það hnoss og aldrei gleymum, að bezt það arfleifð er. (V. Br.). Til barnanna. Erindi flutt á summdagabarnasamkomu í kirkjunni á Akranesj í fyrra vetur af Einari Ásgeirssyni. Eg hefi aldrei talað til ykkar, börnin góð, síðan þessar samkomur byrjuðu hér í kirkjunni, og það hefir aðallega komið til af því, að ég hefi aldrei fundið mig mann til þess að geta talað eins fallega og vel til ykkar eins og ég hefði vilj- að og það er svo langt frá því, að ég finni mig mann til þess enn í dag. Góð- ir menn og konur hafa vakist upp til þess að leitast við að benda ykkur á réttu leiðina, til Jesú Krists, og ég er aðallega kominn hingað núna til þess að þakka því fólki fyrir þá kristilegu og falleg'u viðleitni, og ég held, að við eldra fólkið vanrækjum skyldur okkar með því að fylgjast ekki betur með ykkur á sunnudagasamkomum heldur en við höfum gert, því ég get fullvissað ykkur um það, að það verða traustustu, varan- legustu og sterkustu máttarstólparnir ykkar undir allt lífið, bæði hérna megin og hinu megin, að þið fáið að vita sem allra fyrst um Drottinn ykkar og frels- ara. Það ættu að vera fyrstu námsgrein- arnar í öllum barnaskólum landsins, að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.