Ljósberinn


Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 03.12.1933, Blaðsíða 9
L JOSBERINN 337 Svölumamma færir unganum sínum mat. »0, já, ó, já, einmitt það!« sagði Þór- unn. — Þykir yður ekki fallegt heima? — Það þykir flestum fallegt hérna! — Það er nú orðið svo dimt, að maður sér ekkert út um gluggakrýlið, en ann- ars er fallegt að horfa í þessa átt — og sýslumannshúsið prýðir nú líka mik- ið — sko — það ber svo hátt, þarna uppi í hlíðinni.« Svartklædda konan gekk að gluggan- um og horfði út urn hann eftir bendingu Þórunnar. — »Það held ég að sjáist, þó skuggsýnt sé,« sagði hún hlæjandi. »Þar eru nú ekki spöruð ljósin! Líkast til er nú eitt gildið þar í kvöld! — Það er þá heldur kúrulegra hreysið hans Jóakims míns, aumingja gamla mannsins-------þarna rétt hjá sýslumannshúsinu! Mér dettur oft í hug dæmisagan um ríka manninn

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.