Ljósberinn - 01.04.1936, Side 10

Ljósberinn - 01.04.1936, Side 10
80 LJÖSBERINN iil»4fa:iíEw#« fóiXUoviO'M^ii'UrjiHACAHDtt p*r*c lU**t*t- liiíí. Borg á S'páni. í landi, som nýlega, hefði mist konung sinn. Eftir mikla. erfiðleika og þrautir komst hann þangað og- var valinn til konungs. Nú .skreytti h,ann sig með perl- um og gimsteinum, bjó í voldugri höll, og hafði hundrað fíla til afnota fyrir sig. Hinir einföldu. negrar hlýddu honum í stóru. og; smáu og tilbáðu hann eins og guð, féllu fram fyrir honum og hrópuðu: »Góði faðir, herra Jón!« Á hverjum degi gat hann farið á ljóna- veiðar og notið allra þeirra lystisemda, sem hann óskaði. En »herra Jóni« féil samt ekki vel þessi tignarstaða, því svartari en hinir svörtustu þegnaj- hans var skugginn, sem enn fylgdj honum. Hann var enganveginn hamingjusamur. Brátt varð hann svo þreyttur á þessari konungstign sinni, að hann lagði auðæfi sín á bak úlföldum og hélt af stað til Asíu. Þegar þangað kom, frétti hann um vitring einn, sem bjó aleinn langt inn í eyðimörkinni. Hann var talinn vitrasti maður vera.ldarinnar og hann gat svai1- að sérhverri spurningu er fyrir hann var lögð. Jón hugsaði með sér: »Þessi maður hlýtur a,ð geta sagt mér, í hverju hamingja lífsins er fólgin.« Hann tók úlfalda, sinn og hólt af stað út í eyði- möi’kina til þess að leita. að þessum heimskunna vitring. Eftir langa leit fann hánn hann loksins í helli nokkrum, sem hann hafði fyrir bústað sinn. »Ég er miljónamæringurinn, herra Jón, konungui' í negraríkinu Tsjamtitu; mér hefir verið sagt, að þú værir vitr- asti maður í heimi og nú langar mig til að leggja fyrir þig eina spurningu: Hvai' er hægt að finna hamingjuna?« »Hamingja,« sagði vitringurinn, »er hvorki auðæfi né frægð. Hamingjuna finnur þú ekki meðal mannanna, en í kyrð einverunnai'. Ger þú eins og ég, gef þú allar eigur þína.r, og lifðu í fátækt og einveru, og þú mu.nt verða sæll.« Jón ákvað að fára áð ráðum hans.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.