Ljósberinn - 01.05.1936, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.05.1936, Blaðsíða 10
96 LJÖSBERINN Skýjadansinn. Sjá, léttfœru skýin skemta sér, um skaflieiðan geimmn þau áfram ber í margbreyttum undramyndum; ég sé þau búin í sólarskart, til sólar stefna þau áfram djarft, á heiðtærum himinlindum. En oflæti þeirra sólin sér, Hún sendir á móti þeim geislaher — þá hjaðna þau alt í einu. Svo fer því óllu, sem hreykist hátt, sem hverfan treystir á sjálfs síns mátt. fyrir Ijósi Guðs hélgu og hreinu. B. J. J esús o g líkþrái maðurinn. (Mark. 1, 35—42). Jesús snart hann. Það hafði enginn heilbrigður maður g-ert síðan daginn þann, að það upplýst- ist að hann hafði tekið hinn hræðilega sjúkdóm, sem nefnist holdsveiki. Ö, hvað það hafði verið óg.urlegt, þegar honum varð það ljóst að hann þjáðist af þess- um sjúkdómi, sero alt af mundi verða verri og kvalafyllri, unz hann leiddi hann að lokum í gröfina. Og svo varð hann að yfirgefa alla, sem honum þótti vænt um; varð að fara. brott frá heim- ilinu, frá samkomuhúsinu, frá ölluro heilbrigðum og glöðum mönnum út í auðnir og óbyggðir, þar sem þeir ein- ir drógu fram lífið, sem voru eins ó- gæfusamir og hann. Og heilbrigðir menn voru honum oft harðbýlir og fjandsam- legir af því, að þeir litu svo á að Guð væri honum sérstaklega reiður. Það voru heilbrigðir menn, sem köstuðu grjóti á holdjsveika vesalinga til þess að halda þeim í fjarlægð. Enginn vildi snerta hann, eða koma nálægt hinum viðbjóðs- legu sárum hans. Ef til vill hafði hon- um ekki þótt mikið til þess koma, þegar hann var drengur, að móðir hans sýndi honum blíðu-atlot, klappaði kinn hans og kysti hann á ennið. Nú vildi jafnvel eng- inn einu sinni snerta. við fötum hans. Og svo heyrði hann sagt frá Jesú, sem gat læknað sjúka menn. Og hann hrað- aði sér á fund hans. Allir viðstaddir viku frá honum, en Jesús, sem ajls ekki þurfti að koma við hann til þess að lækna hann, rétti út hönd sína og snart hann. Menn tóku eftir þessu, og það vakti athygli. Allir þrír guðspjallamenn- irnir leggja. áherslu á það, að Jesús hafi snert hann. Það var fyrsta ástúðlega snerting mannshanda.rinnar, Og það var eitt út af fyrir sig svölun og end,ur- næring'. Og svo heyrðust þessi voldugu og skipandi orð: Ég vil, verðir þú hreinn. Og þá gerðist kraftaverkið. Holdsveikin var horfin, og hinn sjúki maður varð heilbrigður og óumræðilega. glaður. Þannig er lunderni Jesú, Og hann er í dag og að eil.ífu hinn sami. Og það er svo dásamlega. mikið öryggi í því, að vita að svona er hann, þegar við kom- um til ha,ns, eins fyrir því þó að við ekki höfum verðskuldað það. Vér skulum því ekki gleyma þessu, heldur notfæra okkur öll tilefnin og á- stæðurnar, sem vér höfum til þess að koma til Jesú. C. J. Iisager. Kvöldvísa. Drottinn, dveí hjá mér, degi haila fer; án þín má eg ekki vera, orðin þín mig styrkan gera. Drottinn, dvei hjá mér, degi halla fer. B. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.