Ljósberinn - 01.05.1936, Blaðsíða 36

Ljósberinn - 01.05.1936, Blaðsíða 36
122 L JÖSBERIN N Ketlingurinn sjúki. Litli kisi liggur nú. lidur illa í fœti. »Alt er petta af því pú ert med pessi læti. Nú er kotnid náttbord hjá. Nei, hvad pad var gaman. Mjólkurbollinn ofan á. Alt fer petta saman! mr. dagurinn kom, var faðirinn ekki búinn að ná sér eftir þunga sjúkdómlegu, og móðirin sá ekki út úr því, sem h,ún hafði að gera, svo að það varð enn aftur að fresta skírninni. Dag'inn eftir efrminguna komu, börn- in heim til prestsins, til þess að kveðja — og til þess að sækja, sálmabækurnar sínai', sem þau vildu láta prestinn skrifa í nöfnin sín og’ eitthvert vers úr Ritn- ingupni. Presturinn undraðist að Anna- María hafði ekki komið með börnunum- Hún hafði verið mjög námfús og eftir- tektarsöm við fermingarundirbúning- inn og presturinn hugsaði sér að hann skyldj bráðlega, heimsækja hana og for- eldra hennar. Svo var það dag einn, þeg- ar hann sat við skriftir í skrifstofu sinni, að hann heyrði drepið hljóðlega á dyrnar, og' þegar hann leit við var Anna- María komin inn úr dyrunum, og stóð þar feimin og niðurlút, og fitlaði við svuntuna sína. »Vilt þú láta skrifa í bókina þína, Anna litla María,« sagði prestur. Anna steinþagði, og fór hjá sér, En þegar prestur stóð upp og gekk til hennar, tók hún til máls og sagði: »Eg ætlaði aðeins að spyrja ...« »Um hvað ætlaðir þú að spyrja?« mælti prestur. »Mig langaði aðeins til að spyrja. um, hvað það kostar að skíra lítið barn?« Prestur leit stórum augum á önnu- Maríu.. »Mig langar svo fjarska mikið til þess að láta skíra litla bróður,« hélt hún á- fram, »ég hef haft atvinnu síðasta mán- uðinn, og fengið greitt kaupið mitt. Er hægt að skíra hann fyrir þetta?« Hún opnaði hnefann, og það lá 2ja króni’ peningur í lófa hennar. Og glöð varð hún, þegar presturinn sagði henni að það kostaði ekki neitt að skíra litla bróð- ur. Pessar 2 krónur, fyrstu l.aunin henn- ar, skyldi hún gefa móður sinm, til þess að hjálpa henni að greiða kostnaðinn, sem á mundi falla daginn þann. — Og næsta. sunnudag varð svo »litli bróðir« skírður. »önnu-Maríu var svo mikið áhugamál að »litli bróðir« hennar yrði skírður, að hún vildi fórna til jaess fyrstu aurun- unum, sem hún vann sér inn sjálf. Ef ég spyrði ykkur nú, sem þetta lesið: »Hvað viljið þið gefa, eða gera, til þess að hann litli bróðir ykkar verði skírö- ur?« — mundu sennilega flest ykkar —• eða öll svara: »Eg á engan óskírðan lít- inn bróður.« En það er einmitt það, sem þú átt, þó þú hafir ekki hugsaö um það fyrri. Litlu heiðingjabörnin, eru það ekki

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.